189. fundur 08. október 2015 kl. 16:30 - 18:30 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Eyþór Garðarsson (EG) forseti bæjarstjórnar
  • Berghildur Pálmadóttir (BP)
  • Bjarni Georg Einarsson (BGE)
  • Elsa Bergþóra Björnsdóttir (EBB)
  • Hinrik Konráðsson (HK)
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG)
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Fulltrúar frá Alta, þær Björg Ágústsdóttir og Matthildur Elmarsdóttir, sátu fundinn undir lið 5. Jafnframt sátu fundinn undir sama lið Ólafur Tryggvason og Helena María Jónsdóttir, nefndarmenn skipulags- og umhverfisnefndar.

Forseti setti fund.

Bæjarstjórn minnist gengins Grundfirðings:
Jón Emil S

1.Skólanefnd - 128

2.Skólanefnd - 129

3.Bæjarráð - 475

4.Fjárhagsáætlun 2015, viðauki

Málsnúmer 1510003Vakta málsnúmer

Lagður fram og kynntur viðauki við fjárhagsáætlun 2015.

Til máls tóku ÞS, EG, RG, HK og JÓK.

Viðauki við fjárhagsáætlun 2015 samþykktur samhljóða.

EG vék af fundi kl. 18:29. RG tók við stjórn fundarins.

5.Alta, skipulagsmál

Málsnúmer 1509023Vakta málsnúmer

Björg Ágústsdóttir og Matthildur Elmarsdóttir, frá Alta, sátu fundinn undir þessum lið. Auk þeirra sátu Ólafur Tryggvason og Helena María Jónsdóttir, nefndarmenn skipulags- og umhverfisnefndar, fundinn undir þessum lið.

Björg og Matthildur kynntu starfsemi Alta og skipulagsvinnu sem fyrirtækið vinnur að.

6.Umsögn um rekstrarleyfi. MG gisting ehf.,Hrannarstíg 3

Málsnúmer 1509011Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni Sýslumanns Snæfellinga um umsögn vegna reksturs MG gistingar ehf. á gististað í flokki II að Hrannarstíg 3.

Til máls tóku ÞS, RG, HK, JÓK og EBB.

Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitingu leyfisins enda liggi fyrir samþykki annarra tilskilinna aðila.

Samþykkt samhljóða.

7.Umsögn um rekstrarleyfi. H5-Apartments, Hrannarstíg 5

Málsnúmer 1509013Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni Sýslumanns Snæfellinga um umsögn vegna reksturs H5-Apartments á gististað í flokki II að Hrannarstíg 5.

Til máls tóku ÞS, RG, HK, JÓK og EBB.

Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitingu leyfisins enda liggi fyrir samþykki annarra tilskilinna aðila.

Samþykkt samhljóða.

8.EBÍ. Fundargerð fulltrúaráðsfundar

Málsnúmer 1510001Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 16. aðalfundar fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélags Íslands (EBÍ), sem haldinn var 23.09.2015.

9.Fjárlaganefnd Alþingis

Málsnúmer 1510002Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar umræðuefni á fundi fulltrúa bæjarins með fjárlaganefnd Alþingis.

10.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1505019Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir mál í vinnslu.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:30.