Málsnúmer 1512013

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 479. fundur - 15.12.2015

Lagður fram tölvupóstur frá Mannauðssjóði Samflots þar sem tilkynnt er að á grundvelli umsóknar hefur Grundarfjarðarbær fengið símenntunarstyrk til gerðar fræðsluáætlunar allt að 889 þús. kr.

Bæjarráð fagnar því að styrkur þessi hafi fengist frá sjóðnum.

Bæjarstjórn - 192. fundur - 14.01.2016

Lagður fram samningur milli Simenntunarmiðstöðvar Vesturlands og Grundarfjarðarbæjar um það að Símenntunarmiðstöðin vinni verkefni sem kallast "Fræðslustjóri að láni" fyrir stofnanir sveitarfélagsins. Markmið verkefnisins er að framkvæma þarfagreiningu fyrir fræðslu og vinna heildstæða fræðsluáætlun sem byggir á þarfagreiningunni. Verkefnið er styrkt af Mannauðssjóði Samflots og nær til allra starfsmanna sveitarfélagsins. Ráðgert er að verkefninu ljúki eigi síðar en 1. maí nk.
Bæjarstjórn samþykkir samninginn samhljóða.