Málsnúmer 1602006F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 194. fundur - 10.03.2016

  • Hafnarstjórn - 8 Lagt fram bréf Umhverfis-og auðlindaráðuneytisins frá 22. des. sl., þar sem ráðuneytið beinir þeim tilmælum til Grundarfjarðarhafnar að sett verði ákvæði um gjaldtöku í gjaldskrá hafnarinnar, vegna losunar, móttöku, meðhöndlunar, förgunar úrgangs og farmleifa frá skipum til samræmis við ákvæði í reglugerð 1201/2014 um þessi mál.
    Jafnframt lögð fram breytingartillaga að 14. grein gjaldskrár Grundarfjarðarhafnar, sem tekur mið af ákvæðum reglugerðar 1201/2014.

    Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi breytingartillögu við gjaldskrá hafnarinnar.
    Bókun fundar Bæjarsjórn samþykkir samhljóða breytingu á gjaldskrá hafnarinnar til samræmis við tillögu hafnarstjórnar.
  • .2 1602028 Námur, matsskylda
    Hafnarstjórn - 8 Lagt fram bréf dags. 19. febrúar sl., sem Vegagerðin skrifar fyrir hönd Grundarfjarðarhafnar til Skipulagsstofnunar og spyrst fyrir um hvort efnisnámur, vegna hafnarframkvæmda séu matsskyldar samkvæmt 1. viðauka í lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Fyrirspurnin er gerð á grundvelli þess að fyrirhuguð er stækkun á svokölluðum Norðurgarði svo auðveldara verði að taka á móti stórum fiski-og skemmtiferðaskipum.
    Jafnframt lagður fram uppdráttur er sýnir fyirhuguð efnistökusvæði.
    Hafnarstjórn staðfestir framlagða fyrirspurn um umhverfisáhrif vegna námuvinnslu í tengslum við fyirhugaðar hafnarframkvæmdir til samræmis við fjárveitingar á samgönguáætlun.
  • Hafnarstjórn - 8 Lagðar fram breytingar af deiliskipulagi Framness austan við Nesveg. Ásamt hugmyndum um landfyllingar neðan Grundargötu sunnan við Miðgarð.

    Hafnarstjórn leggur áherslu á að við aðalskipulagsvinnu sem framundan er verði haft gott samráð við hafnarstjórn, þar sem hafnarstjórn hafi tækifæri til að koma á framfæri markmiðum sínum við endurskoðun aðalskipulagsins um þarfir hafnarinnar í framtíðinni.
    Sérstaklega verði haft í huga:
    1) Uppfylling og vegur norðan Norðurgarðs austan við Nesveg og ný vegtenging á milli Nesvegar og Sólvalla yfir Sólvallatúnið.
    2) Lenging Norðurgarðs.
    3) Uppfylling og skipulag á svæði sunnan Miðgarðs og vegtenging Nesvegar austur fyrir Gilós. Vegagerðin þarf að koma að þeirri veglagningu. Með þessu skapast góð tenging inn í bæinn, gott athafnasvæði og lóðir.
    4) Efnisnáma að Lambakróarholti verði inni á aðalskipulagi þ.a. tryggt verði gott grjót til hafnargerðar o.fl.

    Málsmeðferð þessi samþykkt samhljóða.
  • Hafnarstjórn - 8 Lagðar fram til kynningar fundargerðir hafnarsambandsins nr. 377,378,379,380 og 381.
  • Hafnarstjórn - 8 Lagðar fram fundargerðir stjórnar Cruise Iceland frá 6. nóv. og 3. des. sl.
  • Hafnarstjórn - 8 Hafnarstjóri gerði grein fyrir helstu viðhaldsverkefnum við höfnina á árinu 2016.
    Helstu verkefnin eru: Dekk á landgang vestari flotbryggju og við flotbryggju við Norðurgarð, nýjar tröppur hafnarhúss með hitaþræði, keðjur og steinar í keðjufestingar á flotbryggjur, viðhald á stigum við Norðurgarð og brjóta upp plan neðan við vigt og steypa með niðurföllum.
    Hafnarstjórn samþykkir samhljóða að fela hafnarstjóra undirbúning þessara verkefna og leita eftir verðhugmyndum í verkin.
  • Hafnarstjórn - 8 Verið er að leggja lokahönd á undirbúning Seatrade Cruise Global sýninguna í Fort Lauderdalei USA
    Samþykkt að fulltrúi Grundarfjarðarhafnar á sýninguna verði framkvæmdastjóri Cruise Iceland. Kostnaður hafnarinnar er 75.000 kr.
    Seatrade sýning verður á Tenerife í haust 21.-23. sept. nk.
    Samþykkt að fulltrúi Grundarfjarðarhafnar verði hafnarstjóri.