Málsnúmer 1602016

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 481. fundur - 25.02.2016

Lögð fram tillaga til þingsályktunar um bann við notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttavöllum. Ályktunin gerir ráð fyrir að búið verði að skipta út gúmmíkurli úr dekkjum fyrir hættuminni efni fyrir lok árs 2016.

Jafnframt voru kynnt gögn er fjalla um dekkjakurl, bæði frá söluaðilum og greinargerð sem fylgir þingsályktuninni. Þar kemur fram að skiptar skoðanir eru á skaðsemi efnisins.

Bæjarráð Grundarfjarðar telur mikilvægt að fylgjast vel með umræðunni og þeim rannsóknarniðurstöðum, sem vænta má um áhrif kurlsins og bregðast við til samræmis við þær niðurstöður og ákvarðanir sem kunna að vera teknar í framhaldinu.

Bæjarráð - 482. fundur - 07.04.2016

Lögð fram gögn varðandi möguleg umskipti á gúmmíkurli sparkvallar við grunnskóla. Kostnaður er mismunandi eftir aðferðum eða frá 1,2-4,5 millj. kr.

Bæjarráð leggur til að skipulags- og byggingafulltrúa verði falið að meta hvaða leiðir séu bestar. Að öðru leyti verði málinu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2017.

Samþykkt samhljóða.