Málsnúmer 1604002F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 195. fundur - 07.04.2016

  • .1 1501066 Lausafjárstaða
    Bæjarráð - 482 Lagt fram til kynningar.
  • Bæjarráð - 482 Lagður fram ársreikningur Grundarfjarðarbæjar fyrir árið 2015.
    Bæjarráð samþykkir ársreikninginn með áritun sinni og telst hann tilbúinn til endurskoðunar og afgreiðslu í bæjarstjórn.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 482 Björg Karlsdóttir, leikskólastjóri, sat fundinn undir þessum lið.

    Farið yfir málefni Leikskólans Sólvalla, fjármál, starfsmannamál og breytingar framundan.
  • Bæjarráð - 482 Lagt fram bréf bæjarins til Fellsskjóls frá 30.03.2016 ásamt lánsloforði Arionbanka til handa Fellaskjóli.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða þessa málsmeðferð.
    Bókun fundar Til máls tóku RG, ÞS og SÞ.
  • Bæjarráð - 482 Lagt fram bréf Fjölbrautaskóla Snæfellinga, varðandi framlengingu samnings um skólaakstur.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða framlengingu samnings.

    Bæjarráð leggur jafnframt áherslu á að farið verði af stað með vinnu við heildarendurskoðun almenningssamgöngumála á Snæfellsnesi.
  • Bæjarráð - 482 Lögð fram umsókn um styrk vegna fjarnáms við leikskólaskor frá Önnu Rafnsdóttur.

    Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og felur bæjarstjóra að ganga frá endanlegum samningi.
  • Bæjarráð - 482 Lögð fram gögn varðandi möguleg umskipti á gúmmíkurli sparkvallar við grunnskóla. Kostnaður er mismunandi eftir aðferðum eða frá 1,2-4,5 millj. kr.

    Bæjarráð leggur til að skipulags- og byggingafulltrúa verði falið að meta hvaða leiðir séu bestar. Að öðru leyti verði málinu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2017.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Til máls tóku BGE og EG.
  • Bæjarráð - 482 Lagt fram bréf bæjarins til ASÍ, dags. 15.03.2016, þar sem Grundarfjarðarbær fagnar hugmyndum Alþýðusambandsins um að kanna möguleika á byggingu leiguíbúða á landsbyggðinni.

    Bæjarstjóra falið að vinna áfram að framgangi málsins.
  • Bæjarráð - 482 Lögð fram ýmis gögn frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands sem óskað hefur verið eftir vegna Vatnsveitu Grundarfjarðar og vatnsverndarsvæða. Að mati heilbrigðiseftirlitsins er ástand vatnsveitumála í Grundarfirði gott með tilliti til þeirra atriða sem krafist er að séu í lagi.

    Bæjarráð samþykkir að fá heilbrigðiseftirlitið á staðinn og skoða merkingar og fleira umhverfis svæðið þ.a. umgangur sé lágmarkaður á svæðinu.
  • .10 1604018 Framkvæmdir 2016
    Bæjarráð - 482 Lagt fram yfirlit yfir fyrirhugaðar framkvæmdir á árinu 2016.
    Gerð grein fyrir stöðu einstakra verkefna og rætt um verkáætlun.

    Sérstaklega var tekin fyrir framkvæmd við sundlaugina og lögð fram gögn frá skipulags- og byggingafulltrúa um kostnað við frágang á umhverfi sundlaugarinnar miðað við nokkra valkosti.

    Bæjarráð er sammála því að nauðsynlegt sé að ganga frá yfirborði laugarinnar og samþykkir að verkið verði unnið á grundvelli framlagðra gagna og felur skipulags- og byggingafulltrúa að gera endanlega tillögu um efnisval.

    Jafnframt óskar bæjarráð eftir því að skipulags- og byggingafulltrúi, verkstjóri áhaldahúss og umsjónarmaður fasteigna skili tímasettri verkáætlun fyrir framkvæmdir sumarsins fyrir næsta bæjarráðsfund.

    Málsmeðferð þessi samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 482 Lagt fram til kynningar.
  • Bæjarráð - 482 Lagt fram til kynningar.
  • Bæjarráð - 482 Lagt fram til kynningar.
  • Bæjarráð - 482 Lagt fram til kynningar.