Málsnúmer 1610007

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 490. fundur - 13.10.2016

Lagt fram bréf umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dags. 5. okt. sl., þar sem óskað er eftir tilnefningu fulltrúa sveitarfélaganna við Breiðafjörð í Breiðafjarðarnefnd. Skipan í núverandi nefnd rann út 10. okt. sl.

Bæjarstjóra falið í samráði við nágrannasveitarfélögin að gera tillögu að skipan í nefndina.

Endanlegri tillögu vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 200. fundur - 08.12.2016

Lagt fram bréf umhverfis- og auðlindaráðuneytisins frá 15. nóv. sl., varðandi skipun í Breiðafjarðarnefnd.

Afgreiðsla skipunar í nefndina var tekin fyrir á aðalfundi Héraðsnefndar Snæfellsness. Afgreiðsla nefndarinnar hefur verið send ráðuneytinu. Erindið telst því afgreitt af hálfu bæjarstjórnar Grundarfjarðar.