490. fundur 13. október 2016 kl. 16:30 - 21:31 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Hinrik Konráðsson (HK) formaður
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
  • Eyþór Garðarsson (EG)
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG)
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS)
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS)
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá

Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 1609019Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá fjárhagsáætlun 2016 með áður samþykktum viðaukum. Lagður fram rammi að fjárhagsáætlun fyrir árið 2017, rekstur og sjóðstreymi.

Farið yfir helstu forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017.

2.Álagning útsvars 2017

Málsnúmer 1610012Vakta málsnúmer

Lögð fram áætlun um staðgreiðslu áranna 2016 og 2017.
Jafnframt lögð fram tillaga að álagningarprósentu útsvars árið 2017.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að álagningarprósenta útsvars verði óbreytt frá fyrra ári eða 14,52%, sem er hámarksálagning.

Samþykkt samhljóða.

3.Álagning fasteignagjalda 2017

Málsnúmer 1610013Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir álagningu fasteignagjalda fyrir árin 2016 og 2017.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að leggja til við bæjarstjórn að álagning fasteignagjalda verði óbreytt milli áranna 2016 og 2017.

4.Gjaldskrár 2017

Málsnúmer 1610010Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur að þjónustugjaldskrám helstu stofnana bæjarins.

Áframhaldandi vinnu við gjaldskrár vísað til næsta fundar bæjarráðs.

5.Innanríkisráðuneytið - Form og efni viðauka við fjárhagsáætlun

Málsnúmer 1610005Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf innanríkisráðuneytisins frá 3. okt. sl., varðandi form og efni viðauka við fjárhagsáætlun.

Bréfinu vísað til nánari kynningar og umfjöllunar í bæjarstjórn.

6.Framkvæmdir 2017

Málsnúmer 1610011Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir helstu fjárfestingar og framkvæmdir sem áætlaðar eru á árinu 2017.

Áframhaldandi vinnu vísað til næsta fundar bæjarráðs.

7.Sjóminjasafnið - Beiðni um styrk

Málsnúmer 1610002Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dags. 27. sept sl., frá sjóminjasafninu Sjóminjagarðinum á Hellissandi. Í bréfinu er óskað eftir styrk til safnsins.

Bæjarráð vísar beiðninni til vinnslu styrkumsókna.

8.Umhverfis- og auðlindaráðuneytið - Breiðafjarðarnefnd

Málsnúmer 1610007Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dags. 5. okt. sl., þar sem óskað er eftir tilnefningu fulltrúa sveitarfélaganna við Breiðafjörð í Breiðafjarðarnefnd. Skipan í núverandi nefnd rann út 10. okt. sl.

Bæjarstjóra falið í samráði við nágrannasveitarfélögin að gera tillögu að skipan í nefndina.

Endanlegri tillögu vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.

9.Samgönguáætlun Vesturlands 2017-2029

Málsnúmer 1610014Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) dags. 11. okt. sl., varðandi tillögu að samgönguáætlun Vesturlands 2017-2029. Tillagan var lögð fram og kynnt á haustþingi SSV og í framhaldinu send til umsagnar hjá sveitarfélögum á Vesturlandi. Hún yrði síðan tekin fyrir á fundi stjórnar SSV að fengnum umsögnum.

Bæjarstjóra, ásamt forseta bæjarstjórnar og hafnarstjóra, falið að gera tillögu að umsögn sem lögð verði fyrir næsta bæjarstjórnarfund.

10.Orkuveita Reykjavíkur

Málsnúmer 1506017Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá Juris slf., dags. 28. sept. sl., varðandi samning milli Grundarfjarðarbæjar og Orkuveitu Reykjavíkur (OR) um kaup OR á Vatnsveitu Grundarfjarðar, ásamt uppbyggingu og rekstri á hitaveitu í Grundarfirði.

Málinu vísað til nánari umfjöllunar í bæjarstjórn.

11.Þjóðskrá - Umsókn um að verða tekinn á kjörskrá

Málsnúmer 1610001Vakta málsnúmer

Lögð fram tvö bréf frá Þjóðskrá Íslands dags. 23. sept. sl., þar sem óskað er eftir að tveir íslenskir ríkisborgarar, búsettir erlendis, verði færðir inn á kjörskrá.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að það verði gert.

12.Alþingiskosningar 2016

Málsnúmer 1609046Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Þjóðskrá Íslands varðandi meðferð kjörskrárstofna vegna alþingiskosninga 29. okt. nk. Jafnframt lagður fram kjörskrárstofn vegna komandi alþingiskosninga.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi kjörskrárstofn og felur bæjarstjóra að yfirfara hann og undirrita.

13.Kolgrafafjörður, styrkumsókn 2016

Málsnúmer 1604004Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar samningur milli Grundarfjarðarbæjar og Alta ehf., dags. 04.10.2016, um skipulag áningarstaðar við Kolgrafafjörð.

14.Brú lífeyrissjóður - Hækkun mótframlags launagreiðenda í A deild Brúar lífeyrissjóðs

Málsnúmer 1610006Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dags. 3. okt. sl., varðandi hækkun mótframlags launagreiðanda í A deild Brúar lífeyrissjóðs.

15.EBÍ - Ágóðahlutagreiðsla 2016

Málsnúmer 1610003Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá EBÍ Brunabót dags. 27. sept. sl., varðandi ágóðahlutagreiðslu félagsins til Grundarfjarðarbæjar. Hlutdeild Grundarfjarðar í sameignarsjóði EBÍ er 0,838%.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 21:31.