Málsnúmer 1610014

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 490. fundur - 13.10.2016

Lagt fram bréf frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) dags. 11. okt. sl., varðandi tillögu að samgönguáætlun Vesturlands 2017-2029. Tillagan var lögð fram og kynnt á haustþingi SSV og í framhaldinu send til umsagnar hjá sveitarfélögum á Vesturlandi. Hún yrði síðan tekin fyrir á fundi stjórnar SSV að fengnum umsögnum.

Bæjarstjóra, ásamt forseta bæjarstjórnar og hafnarstjóra, falið að gera tillögu að umsögn sem lögð verði fyrir næsta bæjarstjórnarfund.

Bæjarstjórn - 199. fundur - 27.10.2016

Lögð fram og kynnt samgönguáætlun Vesturlands fyrir árin 2017-2029.
Áætlunin var unnin af sérstakri samgöngunefnd SSV og kynnt á haustfundi SSV nú í haust.

Jafnframt lagt fram erindi hafnarstjóra vegna samgönguáætlunarinnar ásamt yfirliti sem sýnir áætlaðan framkvæmdakostnað við hafnarmannvirki á tímabilinu.

Farið yfir áætlunina og lögð fram gögn um sjóvarnir frá Torfabót að Hellnafelli.

Í áætluninni er megin þungi lagður á framkvæmdir í Grundarfirði fram til ársins 2020. Sérstaklega þarf að huga að tímabilinu 2020-2029, enda munu verkefnin vafalítið teygja sig yfir á þau ár og önnur verkefni koma til sem nauðsynlegt þyrfti að ráðast í. Við endurskoðun áætlunarinnar verður nauðsynlegt að skoða þetta sérstaklega.

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samgönguáætlun, en þó með því skilyrði að bætt verði við áætlun um sjóvarnir frá Torfabót að Hellnafelli og að jafnframt verði strax lagt mat á kostnað við nýja legu þjóðvegar inn í bæinn. Einnig þarf að taka á viðhaldi og endurbyggingu þjóðvegarins um Grundargötu í gegnum bæinn, sem þarfnast verulegra lagfæringa.

Málsmeðferð þessi samþykkt samhljóða.