199. fundur 27. október 2016 kl. 16:30 - 19:06 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Eyþór Garðarsson (EG) forseti bæjarstjórnar
  • Berghildur Pálmadóttir (BP)
  • Bjarni Georg Einarsson (BGE)
  • Elsa Bergþóra Björnsdóttir (EBB)
  • Hinrik Konráðsson (HK)
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG)
Starfsmenn
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá

Forseti setti fund.

Bæjarstjórn minnist genginna Grundfirðinga:

Anna Pálína Magnúsdóttir, fædd 14. maí 1930, dáin 2. október 2016.
Helga Tryggvadóttir Stolzenwald, fædd 29. nóvember 1954, dáin 15. október 2016.

Fundarmenn risu úr sætum.

Bæjarstjórn fagnar nýjum Grundfirðingum.

Bartosz Górko, fæddur 25. júlí 2016. Foreldrar hans eru Marlena Górko og Pawel Iwanow.
Alieu Már Bah, fæddur 7. september 2016. Foreldrar hans eru María Bah Runólfsdóttir og Sulayman Bah.
Stúlka, fædd 10. október 2016. Foreldrar hennar eru Arna Rún Kristbjörnsdóttir og Elí Jón Jóhannesen.

Fundarmenn fögnuðu með lófaklappi.

Forseti lagði til breytingu á áður útsendri dagskrá þannig að tekin yrði á dagskrá með afbrigðum "Kolgrafafjörður, deiliskipulag, lýsing", sem yrði liður 14 á dagskrá. Aðrir liðir færast aftur sem því nemur.

Samþykkt samhljóða.

Gengið var til dagskrár.

1.Álagning fasteignagjalda 2017

Málsnúmer 1610013Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur tillaga að álagningu fasteignagjalda næsta árs, sem tekin var fyrir á 490. fundi bæjarráðs.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs um að álagning fasteignagjalda árið 2017 verði óbreytt frá árinu 2016.

2.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1505019Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína.

3.Fundargerð stjórnar SSV nr. 126

Málsnúmer 1610018Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 126. stjórnarfundar SSV, dags. 04.10.2016.

4.Ársfundur SSKS

Málsnúmer 1610021Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, dags. 23.09.2016.

5.Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga, fundargerðir

Málsnúmer 1610017Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 161. fundar félagsmálanefndar, dags. 11.10.2016, 85. stjórnarfundar FSS, dags. 12.09.2016, haustfundar skólaþjónustu FSS og skólastjórnenda leikskóla á Snæfellsnesi, dags. 11.10.2016 og fundar forstöðumanns FSS með grunnskólastjórnendum, dags. 08.08.2016.

6.Kolgrafafjörður, deiliskipulag, lýsing

Málsnúmer 1610023Vakta málsnúmer

Lögð fram og gerð grein fyrir lýsingu fyrir deiliskipulag áningarstaðar við brúna yfir Kolgrafafjörð á Snæfellsnesi. Lýsingin er dagsett í okt. 2016 og unnin af Alta fyrir Grundarfjarðarbæ.

Til máls tóku EG og ÞS.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða lýsinguna og að hún verði auglýst í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Samgönguáætlun Vesturlands 2017-2029

Málsnúmer 1610014Vakta málsnúmer

Lögð fram og kynnt samgönguáætlun Vesturlands fyrir árin 2017-2029.
Áætlunin var unnin af sérstakri samgöngunefnd SSV og kynnt á haustfundi SSV nú í haust.

Jafnframt lagt fram erindi hafnarstjóra vegna samgönguáætlunarinnar ásamt yfirliti sem sýnir áætlaðan framkvæmdakostnað við hafnarmannvirki á tímabilinu.

Farið yfir áætlunina og lögð fram gögn um sjóvarnir frá Torfabót að Hellnafelli.

Í áætluninni er megin þungi lagður á framkvæmdir í Grundarfirði fram til ársins 2020. Sérstaklega þarf að huga að tímabilinu 2020-2029, enda munu verkefnin vafalítið teygja sig yfir á þau ár og önnur verkefni koma til sem nauðsynlegt þyrfti að ráðast í. Við endurskoðun áætlunarinnar verður nauðsynlegt að skoða þetta sérstaklega.

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samgönguáætlun, en þó með því skilyrði að bætt verði við áætlun um sjóvarnir frá Torfabót að Hellnafelli og að jafnframt verði strax lagt mat á kostnað við nýja legu þjóðvegar inn í bæinn. Einnig þarf að taka á viðhaldi og endurbyggingu þjóðvegarins um Grundargötu í gegnum bæinn, sem þarfnast verulegra lagfæringa.

Málsmeðferð þessi samþykkt samhljóða.

8.Fjárhagsáætlun 2017. Fyrri umræða

Málsnúmer 1609019Vakta málsnúmer

Lögð fram til fyrri umræðu drög að fjárhagsáætlun ársins 2017 ásamt þriggja ára áætlun áranna 2018-2020, sem innifelur rekstraryfirlit, málaflokka- og deildayfirlit, efnahagsyfirlit og sjóðstreymi. Jafnframt lagt fram yfirlit yfir áætlaðar fjárfestingar ársins 2017.

Allir tóku til máls.

Samþykkt samhljóða að vísa fjárhagsáætlun 2017 og þriggja ára áætlun áranna 2018-2020 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

9.Styrkumsóknir og afgreiðsla 2017

Málsnúmer 1610016Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir næsta árs, sem vísað var til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Yfirlitið samþykkt samhljóða.

10.Bæjarráð - 489

Málsnúmer 1609005FVakta málsnúmer

  • 10.1 1501066 Lausafjárstaða
    Bæjarráð - 489 Lagt fram til kynningar.
  • 10.2 1609045 Staðgreiðsla 2016
    Bæjarráð - 489 Lagt fram til kynningar staðgreiðsluyfirlit fyrir fyrstu átta mánuði ársins. Skv. yfirlitinu er greitt útsvar 5,9% hærra en á sama tíma á fyrra ári.
  • 10.3 1609044 Rekstraryfirlit
    Bæjarráð - 489 Lagt fram og yfirfarið rekstraryfirlit bæjarins miðað við stöðu bókhalds fyrstu átta mánuði ársins.
  • Bæjarráð - 489 Lögð fram launaáætlun miðað við raunlaun fyrstu átta mánuði ársins. Heildarlaunagreiðslur eru um 4,5 millj. kr. hærri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir, sem er um 1,5%.
  • Bæjarráð - 489 Lagður fram og kynntur viðauki við fjárhagsáætlun 2016.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða viðauka að fjárhagsáætlun ársins 2016 og vísar honum til endanlegrar samþykktar í bæjarstjórn.
    Bókun fundar Lagður fram og gerð grein fyrir samanburði milli upphaflegrar fjárhagsáætlunar ársins 2016 og viðauka við áætlunina sem liggur fyrir fundinum til endanlegrar afgreiðslu.

    Til máls tóku EG og ÞS.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2016.
  • Bæjarráð - 489 Farið yfir verðlagsforsendur vegna gerðar fjárhagsáætlunar 2017. Ráðgerðir eru tveir vinnufundir með bæjarráði fyrir fyrri umræðu í bæjarstjórn.
  • Bæjarráð - 489 Lagður fram listi yfir ógreiddar viðskiptakröfur miðað við 30.06.2016.
  • Bæjarráð - 489 Lagður fram samningur milli Íslenska Gámafélagsins og Grundarfjarðarbæjar dags. 14. sept. sl. Samkvæmt samningnum sér verktaki um rekstur sorpmóttöku og gámastöðvar Grundarfjarðar. Ráðgert er að taka upp nýja tilhögun á innheimtu fyrir losun úrgangs frá 1. febrúar 2017 þannig að gefin verði út sérstök klippikort, sem nýtt verði til afhendingar á gjaldskyldum flokkum sorps.

    Bæjarráð samþykkir fyrirliggjndi samning með tveimur atkvæðum, einn sat hjá (JÓK).
    Bókun fundar Til máls tóku EG, JÓK og ÞS.

    Samningur samþykktur samhljóða.
  • Bæjarráð - 489 Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar lögreglu og sveitarfélaga á Vesturlandi frá 7. sept. sl. Á fundinum var fjallað um stöðu lögreglumála á Vesturlandi og ýmis fleiri atriði.

    Svofelld ályktun var lögð fram:

    "Bæjarráð Grundarfjarðar mótmælir harðlega ástandi lögreglumála í Grundarfirði. Enginn lögreglumaður er staðsettur í sveitarfélaginu. Algjörlega er ótækt að búa við það að mikilvæg þjónusta af þessu tagi sé ekki til staðar í sveitarfélaginu. Slíkt veldur óöryggi íbúa, þegar vá ber að garði, auk þess sem sjálfsögð þjónusta lögreglu í hverju sveitarfélagi er ekki til staðar, svo sem í umferðaröryggismálum o.fl.

    Bæjarráð krefst þess að yfirvöld lögreglumála sjái til þess að margítrekaðar beiðnir sveitarfélagsins um úrlausnir í lögreglumálum verði teknar til greina og að þegar í stað verði ráðið í störf lögreglumanna í Grundarfirði."

    Ályktun samþykkt samhljóða og bæjarstjóra falið að koma henni á framfæri við innanríkisráðuneytið, lögreglustjóra og aðra er málið varðar.
    Bókun fundar Til máls tóku EG, RG, ÞS og BP.
  • Bæjarráð - 489 Valgeir Magnússon, slökkviliðsstjóri, sat fundinn undir þessum lið.

    Lagt fram bréf Mannvirkjastofnunar frá 5. sept. sl., varðandi úttekt slökkviliða 2016, en úttekt fór fram í Grundarfirði 8. mars sl. Í úttektinni er bent á nokkur atriði sem betur mega fara.

    Slökkviliðsstjóri gerði grein fyrir málinu og svaraði fyrirspurnum fundarmanna.

    Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til frekari úrlausnar hjá slökkviliðsstjóra.
  • Bæjarráð - 489 Lagt fram bréf atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins frá 6. sept. sl., varðandi auglýsingu um umsóknir um byggðakvóta fiskveiðiársins 2016/2017 á grundvelli 10. gr. laga nr. 116/2006 með síðari breytingum. Umsóknarfrestur um byggðakvóta fiskveiðiársins er til 10. okt. 2016.

    Jafnframt lögð fram drög að umsókn bæjarins um byggðakvóta fiskveiðiársins 2016/2017, ásamt yfirliti yfir úthlutað aflamark Grundfirskra fiskiskipa fiskveiðiárin 2015/2016 og 2016/2017.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að sækja um byggðakvóta ársins 2016/2017 á grundvelli fyrirliggjandi tillögu að umsókn.
  • 10.12 1609023 Fellaskjól, erindi
    Bæjarráð - 489 Lagt fram bréf dags. 8. sept. sl., varðandi byggingaleyfi fyrir sólstofu við Fellaskjól, sem verið er að hefjast handa við. Jafnframt er óskað eftir niðurfellingu kostnaðar vegna umsagnar skipulags- og umhverfisnefndar.

    Bæjarráð fagnar því að framkvæmdir við sólstofuna séu að fara af stað og samþykkir að umræddur kostnaður verði færður sem styrkur til Fellaskjóls.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 489 Lagt fram bréf frá Íbúðalánasjóði dags. 12. sept. sl., varðandi framkvæmd laga um almennar íbúðir skv. lögum nr. 52/2016.
    Jafnframt lagt fram kynningarrit um stofnframlög til byggingar slíkra íbúða og þar er einnig gerð grein fyrir umsóknarfresti um stofnframlög til byggingar eða kaupa á slíkum íbúðum. Rætt um skort á íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu.

    Bæjarráð leggur til að sérstaklega verði skoðað hvort skynsamlegt sé að vinna umsókn um stofnframlög til byggingar eða kaupa á íbúðum skv. lögum nr. 52/2016.

    Bæjarstjóra og skipulags- og byggingafulltrúa falin úrvinnsla málsins.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 489 Lagður fram verksamningur milli Almennu umhverfisþjónustunnar og Grundarfjarðarbæjar um lagfæringu göngustíga og aðgengis við Kirkjufellsfoss.

    Samningur samþykktur samhljóða.
  • 10.15 1609038 Eldri borgarar
    Bæjarráð - 489 Lagt fram samkomulag milli Grundarfjarðarbæjar og Verkalýðsfélags Snæfellinga, varðandi leigu Grundarfjarðarbæjar á húsnæði félagsins að Borgarbraut 2, fyrir starfsemi eldri borgara og annarra félagasamtaka. Á móti leigir Grundarfjarðarbær verkalýðsfélaginu starfsaðstöðu fyrir skrifstofu að Grundargötu 30.

    Bæjarráð samþykkir samkomulagið og fagnar því að lausn fyrir umrædda félagastarfsemi sjái dagsins ljós með þessum hætti.
    Jafnframt er menningar- og markaðsfulltrúa, ásamt bæjarstjóra, falið að vinna drög að samstarfssamningi við Félag eldri borgara og önnur félagasamtök.
  • Bæjarráð - 489 Lagðir fram til kynningar leigusamningar vegna Grundargötu 69.
  • 10.17 1609033 Ljósleiðaravæðing
    Bæjarráð - 489 Lagður fram til kynningar tölvupóstur til sveitarfélaga dags. 13.09.2016 með upplýsingum frá Mílu vegna ljósleiðaravæðingar sveitarfélaga.

    Bæjarstjóra falið að skoða málin og vinna að framgangi ljósleiðaravæðingar í sveitarfélaginu.
  • 10.18 1609032 Kosningar
    Bæjarráð - 489 Lagt fram til kynningar bréf frá innanríkisráðuneytinu varðandi utankjörfundaatkvæðagreiðslu.
  • Bæjarráð - 489 Lagt fram til kynningar.
  • Bæjarráð - 489 Lagt fram til kynningar.
  • Bæjarráð - 489 Lögð fram til kynningar fundargerð 160. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga frá 06.09.2016.
  • Bæjarráð - 489 Lagt fram til kynningar.
  • Bæjarráð - 489 Lagt fram til kynningar.
  • Bæjarráð - 489 Lögð fram til kynningar fundargerð 51. stjórnarfundar Jeratúns ehf., dags. 29.08.2016, ásamt árshlutareikningi 01.01.-30.06.2016.

11.Álagning útsvars 2017

Málsnúmer 1610012Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn tekur undir tillögu bæjarráðs um að álagning útsvars verði sú sama og á yfirstandandi ári, 14,52% eða hámarks leyfileg álagning.

Samþykkt samhljóða.

12.Skólanefnd - 135

Málsnúmer 1609002FVakta málsnúmer

  • Skólanefnd - 135 Sigurður G. Guðjónsson, skólastjóri, Unnur Birna Þórhallsdóttir, fulltrúi starfsmanna og Anna Rafnsdóttir, fulltrúi nemenda, sátu fundinn undir þessum lið.

    Sigurður fór yfir skýrslu sína í upphafi skólaárs 2016-2017. Nemendafjöldi er um 80. Farið yfir starfsmannamál o.fl.

    Jafnframt gerð grein fyrir tölvupósti frá Hesteigendafélaginu þar sem óskað er samstarfs um reiðmennsku fyrir börn. Skólastjóra falið að svara erindi Hesteigendafélagsins.
  • Skólanefnd - 135 Sigurður G. Guðjónsson, skólastjóri og Anna Rafnsdóttir, deildarstjóri, sátu fundinn undir þessum lið.

    Gerð grein fyrir starfsemi leikskóladeildarinnar Eldhamra. Starfið fer vel af stað og mikil ánægja með starfsemina. Nemendafjöldi er 14.

    Skólanefnd lýsir yfir ánægju sinni með gott starf sem unnið er á Eldhömrum. Aðstaða er til fyrirmyndar og samstarf við grunnskólann gott.
  • Skólanefnd - 135 Sigurður G. Guðjónsson, skólastjóri og Linda María Nielsen, deildarstjóri, sátu fundinn undir þessum lið.

    Farið yfir starfsmannamál, en ráðnir hafa verið nýir kennarar í stað þeirra sem eru í launalausu leyfi. Nemendafjöldi tónlistarskólans er 47.

    Skólanefnd hvetur til uppfærslu á heimasíðu tónlistarskólans.
  • Skólanefnd - 135 Björg Karlsdóttir, skólastjóri, Kristín Alma Sigmarsdóttir, fulltrúi starfsmanna og Ingibjörg Eyrún Bergvinsdóttir, fulltrúi foreldraráðs leikskólans, sátu fundinn undir þessum lið.

    Björg gerði grein fyrir skýrslu sinni um starfsemi leikskólans og fór yfir starfsmannamál. Fjöldi barna er 51, en gert ráð fyrir að börnin verði 53 fyrir áramót.

    Skólanefnd fagnar auknum námsáhuga starfsfólks, en telur nauðsynlegt að setja skýrari reglur um fjölda starfsmanna í námi hverju sinni.

    Skólanefnd hvetur til uppfærslu á heimasíðu leikskólans. Skólanefnd mun endurskoða fjölda starfsdaga leikskólans skólaárið 2016-2017 að ósk leikskólastjóra.

    Skólanefnd mælir með því að undirbúin verði afmælishátíð í tilefni af 40 ára afmæli leikskólans í janúar 2017.

    Lagt til að árlegt fimm vikna sumarleyfi hefjist viku síðar en leikskóladeildarinnar Eldhamra og hefji störf að nýju að sumarleyfi loknu á sama tíma og leikskóladeildin.

    Samþykkt samhljóða.
  • 12.5 1608031 Velferðarvaktin
    Skólanefnd - 135 Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 03.05.2016, með ábendingu til skólanefnda um kostnað vegna námsgagna.

    Jafnframt lögð fram hvatning Velferðarvaktarinnar til sveitarfélaga, dags. 09.08.02016 um að leggja kostnaðarþátttöku foreldra vegna ritfangakaupa af, eða halda henni í lágmarki.

    Skólanefnd tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í bréfi Velferðarvaktarinnar og leggur til að málið verið skoðað vel fyrir næsta skólaár.
  • Skólanefnd - 135 Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 26.08.2016, varðandi úthlutun úr Námsgagnasjóði 2016.

13.Menningarnefnd - 9

Málsnúmer 1608003FVakta málsnúmer

  • Ársskýrsla bókasafnsins vegna ársins 2015 lögð fram. Menningarnefnd - 9 Farið yfir ársskýrslu Bókasafns Grundarfjarðar.
  • 13.2 1608026 Rökkurdagar
    Menningarnefnd - 9 Menningarfulltrúi kynnti drög að dagskrá Rökkurdaga sem haldnir verða dagana 13-22 október. Eins var farið yfir nýtt sameiginlegt verkefni undir heitinu Opinn október á Snæfellsnesi. Þar hefur Svæðisgarðurinn yfirumsjón með gerð kynningarefnis allra þeirra viðburða sem haldnir verða á Snæfellsnesi í októbermánuði. Vonast er til að þátttaka verði góð alls staðar á Nesinu og að saman verði hátíðirnar stærri og öflugri.

    Menningarnefnd lýsir ánægju sinni með þessa áhugaverðu samvinnu sveitarfélagana á Snæfellsnesi.
  • 13.3 1602027 Eyrbyggja
    Menningarnefnd - 9 Farið yfir reikninga menningarsjóðs Eyrbyggju og þeir samþykktir.

    Samþykkt að greitt verði úr sjóðnum fyrir þann kostnað sem til fellur vegna uppsetningar og formlegrar opnunar á myndavefnum www.baeringsstofa.is, með myndum frá Bæring Cecilssyni.

    Einnig lagt til að fjölgað verði hvers konar sýningum í Sögumiðstöð.
  • Vefur fyrir myndir Bærings Cecilssonar er nánast tilbúinn og hugað að opnun hans á Rökkurdögum í október. Menningarnefnd - 9 Menningarnefnd lýsir yfir ánægju sinni með fyrirhugaða opnun vefsins www.baeringsstofa.is sem verður opnaður formlega við setningu Rökkurdaga þann 13. október nk. í Bæringsstofu í Sögumiðstöðinni.
  • 13.5 1510015 Styrkumsóknir 2016
    Menningarnefnd - 9 Farið yfir stöðu á þeim styrkjum sem fengust frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða sl. vetur.

    Styrkur fékkst til hönnunar á áningarstað við Kolgrafafjarðarbúna og hefur Ráðgjafarfyrirtækið Alta hafið vinnu við deiliskipulag á svæðinu.

    Einnig fékkst styrkur til lagfæringar á göngustígum við Kirkjufellsfoss. Almenna umhverfisþjónustan mun á næstu vikum hefja lagfæringar á göngustígunum og umhverfi þeirra.

    Ræddar voru hugmyndir að umsóknum um styrki fyrir næstu úthlutun frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða en næst verður auglýst eftir styrkumsóknum í október nk.
  • Gengið hefur verið frá samningi milli Grundarfjarðarbæjar og Verkalýðsfélags Snæfellsness um að Grundarfjarðarbær fái til leigu húsnæði Verkalýðsfélagsins að Borgarbraut 2 í Grundarfirði. Menningarnefnd - 9 Menningarnefnd lýsir yfir ánægju sinni með að eldri borgarar bæjarins fái til afnota húsnæði fyrir tómstundir sínar og félagsstarf. Nefndin fagnar því að samningur hafi náðst um leigu á húsnæði Verkalýðsfélags Snæfelsness að Borgarbraut 2 í Grundarfirði. Um er að ræða alla neðri hæð hússins sem mun nýtast eldri borgurum vel. Vinahús Rauðakrossdeildar Grundarfjarðar fær einnig afnot af húsnæðinu sem og önnur félagasamtök og hópar.
  • 13.7 1609037 Vinabæjarsamskipti
    Menningarnefnd - 9 Farið yfir vinabæjarsamskipti Grundarfjarðarbæjar við Paimpol að undanförnu. Ánægjulegt var að fá listakonuna José Conan í heimsókn sl. vor og sýning hennar vakti mikla lukku í Sögumiðstöðinni. Eins kom stór hópur fólks frá Paimpol í júlí og átti hér góða viðdvöl.

    Menningarnefndin er ánægð með framlag Grundapol til vinabæjarsamskipta undanfarin ár og vill hvetja félagið til áframhaldandi góðra verka í þágu vinabæjanna.
    Bókun fundar Til máls tóku EG, RG og EBB.
  • Menningarnefnd - 9 Vert er að þakka góðar gjafir sem Grundarfjarðarbæ hafa borist á árinu 2016. Fyrst ber að nefna gjöf frá Paimpol, vinabæ Grundarfjarðarbæjar, en hingað kom sendinefnd með upplýsingaplatta til að setja við keltneska minningarkrossinn á Grundarkampi.
    Unnsteinn Guðmundsson gaf bænum styttu af háhyrningi sem staðsettur er í Paimpol garðinum.
    Loks fengu Grundfirðingar að gjöf höggmyndir frá listamanninum Liston (Lúðvík Karlssyni). Steinarnir eru tíu talsins og menningarnefnd bæjarins hefur verið falið að finna steinverkunum viðeigandi staði í samvinnu við listamanninn.

14.Hafnarstjórn - 10

Málsnúmer 1609004FVakta málsnúmer

  • Hafnarstjórn - 10 Lagt fram afrit af bréfi frá Samgöngustofu dagsett 5. apríl sl., þar sem minnt er á aðkomu Samgöngustofu að hafnarframkvæmdum.
    Sérstaklega er vísað til 6. gr. hafnarlaga nr. 61/2003.
    Jafnframt lagt fram yfirlit yfir kostnað við fyrirhugaðar hafnarframkvæmdir í Grundarfjarðarhöfn á árabilinu 2016-2020.
    Helstu framkvæmdir þar eru lenging Norðurgarðs og fyllingar tengdar því.
    Gerð var grein fyrir fyrirliggjandi yfirliti.
    Hafnarstjóra og formanni hafnarstjórnar falið að vinna að framgangi mála í samvinnu við Vegagerðina, Samgöngustofu og fjárveitingavaldið.
    Sérstaklega þarf að skoða hvort Grundarfjarðarhöfn er í réttum flokki fiskihafna. Hafnarstjórn Grundarfjarðar telur að höfnin uppfylli allar þær kröfur sem stór fiskihöfn þarf að uppfylla.
  • Hafnarstjórn - 10 Lögð fram drög að rammaskipulagi fyrir höfnina, sem unnið er af Alta.
    Farið var yfir fyrirliggjandi tillögu og ræddar hugmyndir hafnarstjórnarmanna til tillögugerðarinnar.
    Hafnarstjórn mælir með því að bæjarsjórn Grundarfjarðar beiti sér fyrir að nýr vegur fyrir þungaumferð inn í bæinn verði settur á samgönguáætlun sem fyrst.
    Hafnarstjóra falið að öðru leyti að koma ábendingum hafnarstjórnar á framfæri við Alta.
  • 14.3 1609006 Afskriftir skulda
    Hafnarstjórn - 10 Lagt fram yfirlit yfir skuldir sem tillaga er um að afskrifa.
    Hafnarstjóri gerði grein fyri málinu alls er um að ræða kröfur að fjárhæð 143.860 kr.
    Hafnarstjórn samþykkir að afskrifa tilgreindar kröfur.
  • Hafnarstjórn - 10 Lagt fram bréf frá Hafnarsambandi Íslands, þar sem boðað er til Hafnarsambandsþings 2016, sem haldið verður á Ísafirði dagana 13. og 14. okt. 2016.
    Fulltrúar Grundarfjarðarbæjar munu mæta á þingið.
  • Hafnarstjórn - 10 Lagt fram upplýsingablað um sýninguna Sjávarútvegur 2016, sem haldin verður í Laugardalshöll dagana 28. til 30. sept. nk.
    Hafnarstjóra falið að kanna aðkomu Grundarfjarðarhafnar að sýningunni.
    Bókun fundar Til máls tóku EG, RG og ÞS.
  • Hafnarstjórn - 10 Hafnarstjóri gerði grein fyrir skyldum hafna til þess að vinna áætlanir af ýmsum toga.
  • Hafnarstjórn - 10 Lagðar fram fundargerðir stjórnar Hafnarsambands Íslands nr. 834, 835 og 836.

15.Skipulags- og umhverfisnefnd - 172

Málsnúmer 1610001FVakta málsnúmer

  • Á 170 fundi skipulags- og umhverfisnefndar var fyrrum skipulags og byggingafulltrúa falið að senda öllum eigendum fasteigna á iðnaðarsvæðinu vestan Kvernár bréf með byggingaskilmálum svæðisins og óska eftir úrbótum til samræmis við skilmálana. Núverandi skipulags- og byggingafulltrúi óskaði eftir að farað væri nánar yfir málið. Skipulags- og umhverfisnefnd - 172 Skipulags- og byggingafulltrúa falið að framfylgja máli er varðar "Umgengi umhverfis lóðir fyrirtækja í Grundarfjarðarbæ" sem tekið var fyrir á 169 fundi skipulags-umhverfisnefndar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Lagt var fyrir bréf frá Árna Ingimundarsyni forstöðumanni tæknisviðs Olíudreifingar, varðaandi afstöðu bæjarins gagnvart fyrirhuguðu lóðarsölu Olíudreifingar á Nesvegi 4b til hótels Framnes Skipulags- og umhverfisnefnd - 172 Skipulags- og umhverfisnefnd áréttar að allar fyrri samþykktir standi er varðar Nesveg 12 og 4b. Einnig viljum við benda á úthlutunarreglur lóða hjá Grundarfjarðarbæ. Bókun fundar Bæjarstjórn telur mikilvægt að kalla eftir fundi með forsvarsmönnum Olíudreifingar, þar sem óskað verði nánari upplýsinga um rýmisþörf o.fl.
  • Lagt var fyrir bókun á fundi bæjarráðs 14.07 s.l um vangaveltur um hraðahindranir og umferðamerki í bænum. Skipulags- og umhverfisnefnd - 172 Skipulags- og umhverfisnefnd, ræddi gerð og staðsetningu hraðahindrana og einnig bílastæði við grunnskólann.
    Nefndin ætlar að kynna sér gerð og staðsetningu hraðahindrana betur.

16.Skipulags- og umhverfisnefnd - 171

Málsnúmer 1609001FVakta málsnúmer

  • Indru Candi kt.170364-7599 sækir um fyrir hönd 65°Ubuntu ehf byggingarleyfi fyrir bílskúr/geymslu í innkeyrslu neðan við núverandi hús Borgarbraut 9. Skipulags- og umhverfisnefnd - 171 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr.gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Erindi frá Margréti Hjálmarsdóttur Fagurhólstúni 14
    samkvæmt bréfi 21.06.2016
    V/ Tré á lóðamörkum
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 171 Skipulags- og byggingarnefnd hefur kynnt sér málið og eftir því sem við komumst næst er ekki til byggingarreglugerð fyrir tré sem gróðursett eru fyrir 1998. Skipulags- og byggingarnefnd vill þó benda á Nábýlisrétt. Hagsmunir nágranna af því að tré verði felld, geta þótt meiri en hagsmunir af því að tré fái að standa. Bókun fundar Til máls tóku EG, HK og ÞS.

17.Bæjarráð - 491

Málsnúmer 1610003FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð - 491 Lögð fram drög að fjárhagsáætlun ársins 2017 ásamt viðhalds- og fjárfestingaráætlun.

    Jafnframt lögð fram drög að þriggja ára áætlun áranna 2018-2020.

    Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2017 ásamt þriggja ára áætlun áranna 2018-2020 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

    Samþykkt samhljóða.
  • 17.2 1610010 Gjaldskrár 2017
    Bæjarráð - 491 Lagðar fram tillögur að þjónustugjaldskrám helstu stofnana, sem áður voru til umfjöllunar á 490. fundi bæjarráðs og gerðar hafa verið nokkrar breytingar á.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða að vísa tillögum að gjaldskrám til bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögur að gjaldskrám eins og þær voru lagðar fram á 491. fundi bæjarráðs.
  • Bæjarráð - 491 Lagðar fram umsóknir um styrki vegna ársins 2017.

    Samþykkt samhljóða að vísa yfirliti yfir styrkumsóknir til bæjarstjórnar.
  • 17.4 1610011 Framkvæmdir 2017
    Bæjarráð - 491 Lagt fram yfirlit yfir helstu framkvæmdir og fjárfestingar á árinu 2017.

    Áætlun um framkvæmdir og fjárfestingar vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 491 Lagt fram erindi frá Sýslumanninum á Vesturlandi dags. 5. okt. sl., varðandi umsögn um nýtt rekstrarleyfi til reksturs veitingastaðar í flokki III að Grundargötu 59, Grundarfirði.

    Bæjarráð leggur svofellda afgreiðslu til við bæjarstjórn: "Bæjarráð Grundarfjarðar gerir ekki athugasemd við umbeðið rekstrarleyfi, enda liggi fyrir umsagnir annarra umsagnaraðila."

    Málsmeðferð þessi samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða bókun bæjarráðs.
  • Bæjarráð - 491 Lagt fram erindi velferðarráðuneytisins frá 19. okt. sl., þar sem óskað er eftir hugsanlegri samvinnu bæjarins við að taka við flóttafólki í Grundarfirði. Meðal annars er horft til samvinnu við Íbúðalánasjóð um nýtingu íbúða í hans eigu.

    Samþykkt að ræða við ráðuneytið um þessi mál í samvinnu við félags- og skólaþjónustu Snæfellinga.
  • Bæjarráð - 491 Lagt fram til kynningar bréf sveitarfélagsins Árborgar dags. 4. okt. sl., varðandi umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags.
  • Bæjarráð - 491 Lagt fram bréf Fiskistofu frá 11. okt. sl. þar sem tilkynnt er um greiðslu til Grundarfjarðarhafnar, vegna innheimtu sérstaks gjalds af strandveiðibátum fyrir tímabilið 1. maí til 31. ágúst 2016.

18.Bæjarráð - 490

Málsnúmer 1610002FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð - 490 Fyrir fundinum lá fjárhagsáætlun 2016 með áður samþykktum viðaukum. Lagður fram rammi að fjárhagsáætlun fyrir árið 2017, rekstur og sjóðstreymi.

    Farið yfir helstu forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017.
  • Bæjarráð - 490 Lögð fram áætlun um staðgreiðslu áranna 2016 og 2017.
    Jafnframt lögð fram tillaga að álagningarprósentu útsvars árið 2017.

    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að álagningarprósenta útsvars verði óbreytt frá fyrra ári eða 14,52%, sem er hámarksálagning.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 490 Lagt fram yfirlit yfir álagningu fasteignagjalda fyrir árin 2016 og 2017.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða að leggja til við bæjarstjórn að álagning fasteignagjalda verði óbreytt milli áranna 2016 og 2017.
  • 18.4 1610010 Gjaldskrár 2017
    Bæjarráð - 490 Lagðar fram tillögur að þjónustugjaldskrám helstu stofnana bæjarins.

    Áframhaldandi vinnu við gjaldskrár vísað til næsta fundar bæjarráðs.
  • Bæjarráð - 490 Lagt fram bréf innanríkisráðuneytisins frá 3. okt. sl., varðandi form og efni viðauka við fjárhagsáætlun.

    Bréfinu vísað til nánari kynningar og umfjöllunar í bæjarstjórn.
  • 18.6 1610011 Framkvæmdir 2017
    Bæjarráð - 490 Lagt fram yfirlit yfir helstu fjárfestingar og framkvæmdir sem áætlaðar eru á árinu 2017.

    Áframhaldandi vinnu vísað til næsta fundar bæjarráðs.
  • Bæjarráð - 490 Lagt fram bréf dags. 27. sept sl., frá sjóminjasafninu Sjóminjagarðinum á Hellissandi. Í bréfinu er óskað eftir styrk til safnsins.

    Bæjarráð vísar beiðninni til vinnslu styrkumsókna.
  • Bæjarráð - 490 Lagt fram bréf umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dags. 5. okt. sl., þar sem óskað er eftir tilnefningu fulltrúa sveitarfélaganna við Breiðafjörð í Breiðafjarðarnefnd. Skipan í núverandi nefnd rann út 10. okt. sl.

    Bæjarstjóra falið í samráði við nágrannasveitarfélögin að gera tillögu að skipan í nefndina.

    Endanlegri tillögu vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.
    Bókun fundar Allir tóku til máls.

    Lagt til að fulltrúar í Breiðafjarðarnefnd verði áfram þeir sömu, þar sem þeir hafa gefið kost á sér til áframhaldandi setu í nefndinni.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 490 Lagt fram bréf frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) dags. 11. okt. sl., varðandi tillögu að samgönguáætlun Vesturlands 2017-2029. Tillagan var lögð fram og kynnt á haustþingi SSV og í framhaldinu send til umsagnar hjá sveitarfélögum á Vesturlandi. Hún yrði síðan tekin fyrir á fundi stjórnar SSV að fengnum umsögnum.

    Bæjarstjóra, ásamt forseta bæjarstjórnar og hafnarstjóra, falið að gera tillögu að umsögn sem lögð verði fyrir næsta bæjarstjórnarfund.
  • 18.10 1506017 Orkuveita Reykjavíkur
    Bæjarráð - 490 Lagt fram minnisblað frá Juris slf., dags. 28. sept. sl., varðandi samning milli Grundarfjarðarbæjar og Orkuveitu Reykjavíkur (OR) um kaup OR á Vatnsveitu Grundarfjarðar, ásamt uppbyggingu og rekstri á hitaveitu í Grundarfirði.

    Málinu vísað til nánari umfjöllunar í bæjarstjórn.
    Bókun fundar Allir tóku til máls.

    Bæjarstjóra falið, í samráði við lögmann bæjarins, að fylgja málinu eftir í samræmi við umræður á fundinum.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 490 Lögð fram tvö bréf frá Þjóðskrá Íslands dags. 23. sept. sl., þar sem óskað er eftir að tveir íslenskir ríkisborgarar, búsettir erlendis, verði færðir inn á kjörskrá.

    Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að það verði gert.
  • Bæjarráð - 490 Lagt fram bréf frá Þjóðskrá Íslands varðandi meðferð kjörskrárstofna vegna alþingiskosninga 29. okt. nk. Jafnframt lagður fram kjörskrárstofn vegna komandi alþingiskosninga.

    Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi kjörskrárstofn og felur bæjarstjóra að yfirfara hann og undirrita.
  • Bæjarráð - 490 Lagður fram til kynningar samningur milli Grundarfjarðarbæjar og Alta ehf., dags. 04.10.2016, um skipulag áningarstaðar við Kolgrafafjörð.
  • Bæjarráð - 490 Lagt fram bréf dags. 3. okt. sl., varðandi hækkun mótframlags launagreiðanda í A deild Brúar lífeyrissjóðs.
  • Bæjarráð - 490 Lagt fram bréf frá EBÍ Brunabót dags. 27. sept. sl., varðandi ágóðahlutagreiðslu félagsins til Grundarfjarðarbæjar. Hlutdeild Grundarfjarðar í sameignarsjóði EBÍ er 0,838%.

Fundi slitið - kl. 19:06.