Málsnúmer 1610027

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 173. fundur - 09.11.2016

Hjá Grundarfjarðarbæ eru lóðarleigusamningar 40 ára. Er ástæða til að gera breytingar? Hjá öðrum sveitarfélögum er samningar almennt 50 og 75 ára , og allt að 99 ára samningar.
Skipulags-og umhverfisnefnd leggur til að lóðarleigusamningar lóðar undir íbúðarhúsnæði verði til 75 ára.
Nefndin leggur til að tekið verðí upp nýtt og staðlað form fyrir lóðaleigusamninga, samkvæmt fylgiskjali Lóðarleigusamningur Demó.

Bæjarstjórn - 201. fundur - 12.01.2017

Á fundi bæjarstjórnar 8. des sl.var byggingar- og skipulagsfulltrúa falið að vinna endanlegt form lóðarleigusamninga fyrir íbúðarhúsnæði í bænum.
Til máls tóku EG og HK
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu um form lóðarleigusamninga íbúðarhúrnæðis, sem gerir ráð fyrir að þeir verði almennt gerðir til 75 ára í framtíðinni, en eldri samningar hafa verið gerðir til 40 ára.