173. fundur 09. nóvember 2016 kl. 17:00 - 18:30 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Ólafur Tryggvason (ÓT) formaður
  • Vignir Smári Maríasson (VSM)
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS)
  • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
  • Þorsteinn Birgisson (ÞB) skipulags- og byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Þorsteinn Birgisson skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá
Björg vék af fundi kl: 18:43

1.Aðalskipulagverkefni frá Alta ehf.

Málsnúmer 1510014Vakta málsnúmer

Björg Ágústdóttir verkefnastjóri hjá Alta ehf. mætir á fundinn. Björg mun fara yfir umsagnir og ábendingar sem bárust við lýsingu aðalskipulagsverkefnis.
Fyrir fundi lágu umsagnir og ábendingar sem bárust við lýsingu aðalskipulagsverkefnis í júní-júlí 2016.
Um er að ræða erindi frá eftirfarandi.
1. Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar
2. Landeigendur Spjarar
3. Skógræktin
4. OR-Veitur
5. Veðurstofa Íslands
6. Minjastofnun Íslands
7. Ferðamálastofa
8. Umhverfisstofnun
9. Vegagerðin
10. Svæðisskipulagsnefnd
11. Signý Gunnarsdóttir.
12. Skipulagsstofnun

Björg kynnti vel þessar umsagnir, og töluverðar umræður urðu um þær og mjög gagnlegar fyrir nefndarmenn. Nefndin samþykkir tillögur Alta um afgreiðslu umsagna/ábendinga Björgu Ágústsdóttur falið að ganga frá svörum nefndarinnar í sérsöku fylgjiskjali með fundargerðinni.

Gestir

  • Björg Ágústsdóttir - mæting: 17:00

2.Lóðarleigsamningar hjá sveitarfélögum.

Málsnúmer 1610027Vakta málsnúmer

Hjá Grundarfjarðarbæ eru lóðarleigusamningar 40 ára. Er ástæða til að gera breytingar? Hjá öðrum sveitarfélögum er samningar almennt 50 og 75 ára , og allt að 99 ára samningar.
Skipulags-og umhverfisnefnd leggur til að lóðarleigusamningar lóðar undir íbúðarhúsnæði verði til 75 ára.
Nefndin leggur til að tekið verðí upp nýtt og staðlað form fyrir lóðaleigusamninga, samkvæmt fylgiskjali Lóðarleigusamningur Demó.

3.Orkuveita Reykjavíkur. Beiðni um lagningu á kaldavatnslögn

Málsnúmer 1610026Vakta málsnúmer

Orkuveita Reykjavíkur óskar eftir að fá að leggja kaldavatnslög að aðveitustöð Landsnests í Grundarfirði. Óskað er eftir að fá forrmlega afgreiðslu bæjaryfirvalda á leyfi fyrir legur lagnarleiðinnar. Sbr fylgiskjal.
Skipulags- og umhverfisnefnd hafnar legu lagnarinnar samkvæmt fylgiskjali.
Byggingarfulltrúa er falið að ganga frá legu lagnarinnar annaðhvort í vegstæði eða meðfram Kverná utan mögulegs byggingareits.

Fundi slitið - kl. 18:30.