Málsnúmer 1612002F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 201. fundur - 12.01.2017

 • .1 1501066 Lausafjárstaða
  Bæjarráð - 493 Lagt fram til kynningar.
 • Bæjarráð - 493 Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi dags. 15. des. sl., þar sem óskað er heimildar til afskriftar skulda, vegna opinberra gjalda, sem ekki hefur tekist að innheimta. Samkvæmt framlögðum lista eru umrædd gjöld ásamt vöxtum 29.487 kr.

  Bæjarráð samþykkir samhljóða að gjöldin verði afskrifuð.
 • Bæjarráð - 493 Lögð fram fundargerð Framkvæmdaráðs Snæfellsness frá 15. des. sl.
  Jafnframt lögð fram drög að stofnsamningi fyrir Byggðasamlag Snæfellinga bs., sem áætlað er að taki við verkefnum Héraðsnefndar Snæfellsness um nk. áramót.

  Bæjarráð leggur til að stofnsamningur byggðasamlagsins verði staðfestur á næsta fundi bæjarstjórnar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð - 493 Lagt fram erindi Sýslumannsins á Vesturlandi, þar sem óskað er umsagnar bæjarstjórnar um rekstrarleyfi í flokki I að Hamrahlíð 9, Grundarfirði.

  Bæjarráð bendir á vinnureglur sem samþykktar hafa verið í bæjarstjórn vegna rekstrarleyfisumsókna. Að uppfylltum skilyrðum sem þar koma fram mælir bæjarráð með því við bæjarstjórn að veitt verði jákvæð umsögn um erindið, enda liggi fyrir umsagnir annarra umsagnaraðila.

  Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð - 493 Lagður fram dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli fyrrum starfsmanns gegn Grundarfjarðarbæ, vegna uppsagnar á starfi við ræstingar. Starfsmanninum hafði verið sagt upp starfinu vegna verulegra breytinga á fyrirkomulagi þess, sem fól m.a. í sér að starfshlutfall minnkaði um 2/3 hluta.

  Niðurstaða dómsins er sú að Grundarfjarðarbær hefði átt að bjóða viðkomandi starfsmanni hið breytta starf í stað þess að auglýsa starfið laust til umsóknar. Á grundvelli þess er uppsögnin ekki talin lögmæt og bærinn dæmdur til þess að greiða 650.000 kr. í bætur, auk málskostnaðar.

  Samkvæmt dómnum er Grundarfjarðarbær sýknaður af kröfu um miskabætur, þar sem framganga við uppsögnina þótti ekki fela í sér ólögmæta meingerð gagnvart viðkomandi starfsmanni.

  Bæjarráð vísar málinu til frekari umfjöllunar í bæjarstjórn.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Lagt til að málinu verði ekki áfrýað til Hæstaréttar og að dæmdar bætur 650 þús. kr. ásamt málskostnaði verði greiddar.
  Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð - 493 Gerð grein fyrir því að umsjónarmaður Samkomuhúss Grundarfjarðar hefur sagt starfi sínu lausu og óskar eftir því að losna sem fyrst.

  Bæjarráð samþykkir samhljóða að fela bæjarstjóra og menningar- og markaðsfulltrúa að ganga frá málum í samræmi við umræður á fundinum.
 • .7 1610010 Gjaldskrár 2017
  Bæjarráð - 493 Lögð fram til kynningar tvö bréf Heilbrigðiseftirlitsins dags. 19. des. sl. varðandi staðfestingu gjaldskráa.
 • Bæjarráð - 493 Lagt fram til kynningar bréf dags. 20. nóv. sl. frá Æðarvéum og Æðaræktarfélagi Snæfellinga þar sem skorað er á sveitarfélög við Breiðafjörð að standa vörð um lífríki fjarðarins.
 • Bæjarráð - 493 Lagt fram til kynningar bréf frá Landssamtökunum Þroskahjálp dags. 7. des. sl. varðandi húsnæðismál fatlaðra.
 • Bæjarráð - 493 Lögð fram til kynningar auglýsing Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins um byggðakvóta 2016-2017.
 • . Bæjarráð - 493 Lögð fram til kynningar trygging vegna þrettándabrennu sem haldin verður í Kolgrafarfirði 6. janúar nk.
 • Bæjarráð - 493 Lögð fram til kynningar bréf um aflýsingu búseturéttarsamnings vegna íbúðar 105 að Hrannarstíg 18. Jafnframt lagt fram til kynningar nýr leigu- og búseturéttarsamningur um íbúðina.
 • Bæjarráð - 493 Lagt fram bréf dags. 21. des. sl. til Atvinnuráðgjafar SSV
  þar sem vísað er til fundar fulltrúa bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar, bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar og hreppsnefndar Helgafellssveitar frá 8. nóv. sl.

  Niðurstaða þess fundar var að fela Atvinnuráðgjöf SSV að vinna greinargerð um kosti þess og galla að sameina sveitarfélögin, gera tillögur að stjórnskipulagi sameinaðs sveitarfélags og leita eftir styrk frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til verkefnisins.
 • Bæjarráð - 493 Afmælishátíð Leikskólans Sólvalla verður haldið 7. janúar nk. í tilefni 40 ára afmælis leikskólastarfs í Grundarfirði.