Málsnúmer 1612017

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 493. fundur - 22.12.2016

Lögð fram fundargerð Framkvæmdaráðs Snæfellsness frá 15. des. sl.
Jafnframt lögð fram drög að stofnsamningi fyrir Byggðasamlag Snæfellinga bs., sem áætlað er að taki við verkefnum Héraðsnefndar Snæfellsness um nk. áramót.

Bæjarráð leggur til að stofnsamningur byggðasamlagsins verði staðfestur á næsta fundi bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 201. fundur - 12.01.2017

Lagður fram stofnsamningur fyrir byggðasamlag Snæfellinga, en ákveðið var á aðalfundi Héraðsnefndar Snæfellsness að stofna slíkt samlag. Framkvæmdaráð Snæfellsness fjallaði um stofnsamnnginn á fundi sínum 15. des. sl. og vísaði honum til samþykktar í sveitarstjórnum aðildarsveitarfélaganna.
Allir tóku til máls.
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi stofnsamning fyrir sitt leyti.