Málsnúmer 1701020

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 201. fundur - 12.01.2017

Rætt var um skort á íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu og mikilvægi þess að reynt verði að bæta úr íbúðaskorti með einhverjum brögðum. Eigandi 6 íbúða við Sæból 33 og 35 hefur sagt leigjendum upp leigunni. Ábúendur eru í vanda með það hvað gera skal þegar uppsagnartíma líkur.
Til máls tóku EG, SGA, EBB og UÞS.
Bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar falið að ræða við eiganda viðkomandi íbúða og leita leiða til úrlausnar.

Bæjarráð - 494. fundur - 26.01.2017

Fyrir fundinum lá yfirlit yfir íbúðir að Sæbóli 33 og 35, en eigandi íbúðanna hefur sagt leigjendunum upp leigunni. Áður var fjallað um þessi mál í bæjarstjórn 10. janúar sl. Frá þeim tíma hefur verið rætt við eiganda íbúðanna og leitað einhverra lausna. Á þeim fundi kom fram að núverandi eigandi hyggst selja eignirnar og losna frá málum. Engar haldbærar úrlausnir hafa fengist í viðkomandi máli gagnvart núverandi íbúum.
Bæjarráð leggur til að áfram verði fylgst með framvindu mála á þessum vettvangi.

Bæjarráð - 498. fundur - 28.04.2017

Rætt um hörgul á íbúðahúsnæði í bænum og hvernig helst verður staðið að úrlausnum í þeim efnum.

Bæjarstjóra falið að vinna að málum í samræmi við umræður á fundinum.

Bæjarráð - 500. fundur - 26.06.2017

Farið yfir stöðu íbúðamála og hvað gert hefur verið til þess að greiða úr málum vegna skorts á íbúðum. Áfram verður unnið að úrlausn mála.

Bæjarstjóra falið að fara yfir húsnæðismál bæjarins.

Bæjarráð - 509. fundur - 22.02.2018

Lagðir fram tímabundnir húsaleigusamningar til sex mánaða vegna parhússins Sæbóls 44 og 44a, ásamt bréfum þar sem fram kemur að íbúðirnar muni verða settar á sölu.

Bæjarráð samþykkir samhljóða tilhögun þessa.

Jafnframt lagður fram til kynningar húsaleigusamningur við Íbúðalánasjóð vegna Grundargötu 69 og bréf Íbúðalánasjóðs vegna Ölkelduvegs 3.

Grundarfjarðarbæ stendur til boða að leigja íbúð að Ölkelduvegi 9.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við Íbúðalánasjóð og núverandi leigjendur.

Samþykkt samhljóða.