Lagt fram bréf Menntamálaráðuneytisins frá 11. janúr sl., þar sem óskað er tilnefningar Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar, Snæfellsbæjar og Stykkishólms á fulltrúum í skólanefnd Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Sveitarfélögin eiga að tilnefna tvo aðalfulltrúa og tvo til vara. Bæjarráð leggur til að leitað verði eftir því hvort núverandi fulltrúar, séu tilbúnir að vera áfram. Núverandi aðalfulltrúar eru Björg Ágústsdóttir og Hilmar Már Arason og til vara Eyþór Benediktsson og Sigurborg Kr. Hannesdóttir. Bæjarstjóra falið að kanna hug hinna sveitarfélaganna.
Tekið fyrir erindi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins frá 11. janúar sl. varðandi tilnefningu fulltrúa í skólanefnd Fjölbrautaskóla Snæfellinga (FSN). Rætt hefur verið við forsvarsmenn Snæfellsbæjar og Stykkishólms um sameiginlega tilnefningu fulltrúa sveitarfélaganna Grundarfjarðarbæjar, Snæfellsbæjar og Stykkishólmsbæjar í nefndina.
Til máls tóku ÞS og EG.
Lagt til að aðalfulltrúar sveitarfélaganna í skólanefnd FSN verði Björg Ágústsdóttir, Grundarfirði og Hilmar Már Arason, Snæfellsbæ. Til vara verði Eyþór Benediktsson, Stykkishólmi og Sigurborg Kr. Hannesdóttir, Grundarfirði.
Bæjarráð leggur til að leitað verði eftir því hvort núverandi fulltrúar, séu tilbúnir að vera áfram. Núverandi aðalfulltrúar eru Björg Ágústsdóttir og Hilmar Már Arason og til vara Eyþór Benediktsson og Sigurborg Kr. Hannesdóttir. Bæjarstjóra falið að kanna hug hinna sveitarfélaganna.