202. fundur 09. febrúar 2017 kl. 16:30 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Eyþór Garðarsson (EG) forseti bæjarstjórnar
  • Berghildur Pálmadóttir (BP)
  • Bjarni Georg Einarsson (BGE)
  • Elsa Bergþóra Björnsdóttir (EBB)
  • Hinrik Konráðsson (HK)
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG)
Starfsmenn
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá

Forseti setti fund.

Forseti óskaði eftir að tekinn yrði með afbrigðum inn á dagskrá fundarins fundargerð 175. fundar skipulags- og umhverfisnefndar, sem yrði þá liður 2 á dagskrá. Aðrir liðir færast aftur sem því nemur.

Samþykkt samhljóða.

Gengið var til dagskrár.

1.Bæjarráð - 494

Málsnúmer 1701003FVakta málsnúmer

  • 1.1 1501066 Lausafjárstaða
    Bæjarráð - 494 Lagt fram til kynningar.
  • Bæjarráð - 494 Lagt fram tilboð frá Nýherja í hátalara og hljóðkerfi fyrir samkomuhúsið. Tilboðsverð er 729.492 kr. með vsk.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tilboð.

    Jafnframt rætt um nauðsynlegar viðhaldsframkvæmdir og lagfæringar í samkomuhúsinu.
    Bæjarráð leggur til að byggingafulltrúi og forstöðumaður fasteigna vinni viðhaldsáætlun fyrir húsið og raði verkefnum upp í forgangsröð. Jafnframt skulu þeir vinna kostnaðaráætlun fyrir viðhaldsáætlunina.
    Miðað skal við að þessu verki verði lokið eigi síðar en í lok febrúar og verði áætlanirnar þá lagðar fyrir bæjaráð.
    Bókun fundar Til máls tóku RG, EG og ÞS.
  • Bæjarráð - 494 Lagt fram bréf Menntamálaráðuneytisins frá 11. janúr sl., þar sem óskað er tilnefningar Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar, Snæfellsbæjar og Stykkishólms á fulltrúum í skólanefnd Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Sveitarfélögin eiga að tilnefna tvo aðalfulltrúa og tvo til vara.
    Bæjarráð leggur til að leitað verði eftir því hvort núverandi fulltrúar, séu tilbúnir að vera áfram. Núverandi aðalfulltrúar eru Björg Ágústsdóttir og Hilmar Már Arason og til vara Eyþór Benediktsson og Sigurborg Kr. Hannesdóttir. Bæjarstjóra falið að kanna hug hinna sveitarfélaganna.
  • Bæjarráð - 494 Lögð fram tillaga sveitarstjórnar Dalabyggðar frá 17. janúar sl., þar sem sveitarstjórnin hvetur til þess að almannavarnarnefndir á Vesturlandi verði sameinaðar í eina nefnd undir stjórn lögreglustjórans á Vesturlandi.
    Bæjarráð Grundarfjarðar vísar til samþykktar sinnar frá 3. des. 2015, þar sem bæjarráð ályktaði um það að skynsamlegt væri að skoða fyrirkomulag almannavarna á Vesturlandi, hugsanlega þannig að ein almannavarnarnefnd verði á öllu Vesturlandi.
    Bæjarráð hvetur einnig til þess að lokið verði við almannavarnaráætlun fyrir Snæfellsnes.

    Jafnframt voru ræddar áherslur bæjaryfirvalda um að ráðinn verði lögreglumaður til starfa í Grundarfirði.
    Bæjarráð ítrekar óskir sínar um það að auglýst verði eftir lögreglumanni til starfa í Grundarfirði. Mikilvægt er að nauðsynleg og sjálfsögð þjónusta sem þessi sé til staðar í sveitarfélaginu.
    Stjórnvöld lögreglumála eru hvött til þess að leita leiða til lausnar á þessu mikilvæga öryggismáli.
  • 1.5 1701005 Ísland ljóstengt
    Bæjarráð - 494 Gerð grein fyrir því að umsókn Grundarfjarðar í A-hluta umsóknarferlis um styrk úr Fjarskiptasjóði, vegna ljósleiðaravæðingar, hefur verið tekin gild. Unnið er að frágangi umsóknar í B-hluta umsóknarinnar, en þeim hluta umsóknar á að skila inn eigi síðar en 1. febrúar nk. Annars vegar er sótt um að ljósleiðaravæða útsveitina og hins vegar um að ljóleiðaravæða framsveitina.
    Bæjarráð hvetur til þess að lokið verði við gerð B-hluta umsóknar er taki mið af því að unnt verði að ljósleiðaravæða dreifbýlið árið 2017 fáist nægjanlegir styrkir frá Fjarskiptasjóði.
  • Bæjarráð - 494 Lagt fram minnisblað Atvinnuráðgjafar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi dag. 10. janúar sl. Í minnisblaðinu eru raktir ýmsir þættir sem tengjast vinnu við sameiningu sveitarfélaga og byggja á Vegvísi sem Samband sveitarfélaga og Félagsmálaráðuneytið gáfu út 2004 og byggði á danskri fyrirmynd.
    Í minnisblaðinu býður Atvinnuráðgjöfin fram krafta sína til þess að vinna greinargerð um kosti og galla hugsanlegrar sameiningar sveitarfélaganna Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar.
    Bæjarráð leggur til að boðað verði til fundar í samstarfsnefnd sveitarfélaganna um sameiningarmál, þar sem næstu skref verði ákveðin.
  • 1.7 1701020 Íbúðamál
    Bæjarráð - 494 Fyrir fundinum lá yfirlit yfir íbúðir að Sæbóli 33 og 35, en eigandi íbúðanna hefur sagt leigjendunum upp leigunni. Áður var fjallað um þessi mál í bæjarstjórn 10. janúar sl. Frá þeim tíma hefur verið rætt við eiganda íbúðanna og leitað einhverra lausna. Á þeim fundi kom fram að núverandi eigandi hyggst selja eignirnar og losna frá málum. Engar haldbærar úrlausnir hafa fengist í viðkomandi máli gagnvart núverandi íbúum.
    Bæjarráð leggur til að áfram verði fylgst með framvindu mála á þessum vettvangi.
    Bókun fundar Til máls tóku RG, EG og ÞS.
  • Bæjarráð - 494 Lagt fram bréf dags. 10. janúar sl., frá Minjastofnun Íslands. Í bréfinu er fjallað um skráningu menningarminja , fornleifa og húsa og mannvirkja og hvernig ber að skila slíkum gögnum til Minjastofnunar í samræmi við ákvæði í lögum nr. 80/2012.
    Bæjarráð samþykkir að fela skipulags- og byggingafulltrúa að vinna að frágangi þessara mála í samvinnu við Minjastofnun.
  • Bæjarráð - 494 Lagt fram bréf frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga dags. 11. janúar sl., þar sem farið er yfir uppgjör vegna skólaaksturs á vorönn 2016.
  • Bæjarráð - 494 Lögð fram til kynningar umsókn Grundarfjarðarbæjar dag. 19. janúar sl. í Skipulagssjóð um kostnaðarframlag vegna endurskoðunar aðalskipulags sveitarfélagsins. Miðað er við að sjóðurinn taki þátt í allt að helmingi kostnaðar við skipulagsvinnuna.
  • Bæjarráð - 494 Lagt fram bréf Vegagerðarinnar frá 20. des. sl., þar sem svarað er óskum Grundarfjarðarbæjar um ýmsar úrbætur í samgöngumálum í bæjarfélaginu sbr. bréf bæjarins dags. 1. nóv. sl.
    Í því sambandi má nefna óskir um hraðavaraskilti við innkomu í bæinn, lagfæringar á hraðahindrunum á þjóðveginum sem liggur í gegnum þéttbýlið, nýjan þjóðveg inn í bæinn frá Gilós og niður á hafnarsvæði, umferðaröryggismál við Kirkjufellsfoss og Kolgrafarfjörð, girðingar með þjóðvegi, hafnarframkvæmdir og að lokum almenna þjónustu við snjómokstur og hálkueyðingu.
    Bæjarráð leggur til að fulltrúar bæjarins kalli eftir fundi með vegamálastjóra til þess að fylgja þessum málum eftir.
  • Bæjarráð - 494 Lagt fram bréf sambands ísl. sveitarfélaga frá 23. janúar sl., þar sem boðað er til samráðsfundar í Borgarnesi 6. febrúar nk. um stöðu og framtíð íslenskra sveitarfélaga.
  • 1.13 1601015 Sjúkraþjálfun
    Bæjarráð - 494 Lögð fram til kynningar auglýsing Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, þar sem auglýst er eftir sjúkraþjálfara til starfa á heilsugæslustöðinni í Grundarfirði, þar hefur verið innréttuð vinnuaðstaða fyrir starfsemi sjúkraþjálfara.
    Bæjaryfirvöld hafa leitað eftir því við HVE um nokkurt skeið að starfsemi af þessum toga sé starfrækt í Grundarfirði. Ánægjulegt er til þess að vita að nú hylli undir slíkt.

2.Skipulags- og umhverfisnefnd - 175

Málsnúmer 1702002FVakta málsnúmer

  • 2.1 1702011 Þórdísarstaðir-uppbygging
    Lögð er fram tillaga að uppbyggingu ferðaþjónustu á Þórdísarstöðum. Skipulags- og umhverfisnefnd - 175
    Skipulags- og umhverfisnefnd fagnar framkomnu erindi um uppbyggingu ferðaþjónustu á Þórdísarstöðum.
    Nefndin bendir á að framkvæmdaraðili láti vinna deiliskipulag af svæðinu og samhliða verði unnar nauðsynlegar breytingar á aðalskipulagi

    Byggingafulltrúa er falið að tilkynna til Landbúnarráðuneytisins breytta landnotkun Þórdisarstaða.

    Nefndin bendir Dísarbyggð ehf á að samkvæmt aðalskipulagi Grundarfjarðar er heimilt að byggja allt að 5 hús á hverri jörð án deiliskipulagsbreytinga.
    Bókun fundar Til máls tóku EBB og EG.

    Bæjarstjórn tekur undir bókun skipulags- og umhverfisnefndar.
  • 2.2 1610008 Hraðahindranir og umferðamerkingar
    Mál nr. 1610008 Hraðahindranir og umferðamerkingar, málið lagt fram öðru sinni með ósk um að nefndarmenn og byggingarfulltrúi komi með tillögur um úrbætur. Skipulags- og umhverfisnefnd - 175 Nefndin ræddi staðsetningu og gerð hraðahindrana.
    Upphækkaðar hraðahindranir við grunnskóla, Hrannarstígur við Smiðjustíg, Grundargata við Sæból. Þrengingar eða önnur gerð hraðahindranna á Sæbóli, Ölkelduvegur (?) og Borgarbraut við gatnamót Hlíðarvegar(?)
    Byggingarfulltrúa falið að leggja fram hugmyndir að hraðahindrunum.
    Bókun fundar Bæjarstjórn hvetur skipulags- og umhverfisnefnd til að ljúka tillögum sínum tímanlega fyrir vorið.
  • 2.3 1702012 Umsagnir vegna rekstrarleyfa
    Umsagnir sem byggingarfulltrúi hefur gefið vegna rekstrarsleyfis frá 1. september 2016. Lagt fyrir fund til upplýsinga fyrir nefndarmenn. Skipulags- og umhverfisnefnd - 175

3.Jöfnunarsjóður, tekjuauki

Málsnúmer 1702007Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að bréfi til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, þar sem lagt er til að tekjuauki Jöfnunarsjóðsins, sem rekja má til áhrifa laga nr. 139/2013 um tekjuaðgerðir ríkissjóðs, verði greiddar til sveitarfélaga landsins samkvæmt gildandi lögum um tekjustofna sveitarfélaga og reglum sjóðsins þar um. Í þessu sambandi er sérstaklega vísað til álagningar sérstaks bankaskatts sbr. lög nr. 155/2010 en 2,12% hans áttu að renna til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

Til máls tóku ÞS og EG.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að koma þessum sjónarmiðum á framfæri við Innanríkisráðuneytið og Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og óska eftir því að umræddur tekjuauki verði greiddur til sveitarfélaga landsins á grundvelli gildandi laga og reglna.

4.Álagning fasteignagjalda 2017

Málsnúmer 1702009Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir heildarálagningu fasteignagjalda fyrir árið 2017. Í yfirlitinu kemur fram breyting álagningar að teknu tilliti til þess að tilteknar íbúðaeiningar hafa verið færðar undir flokk atvinnuhúsnæðis. Af þeim sökum lækkar heildarálagning á íbúðarhúsnæði en hækkar á móti á atvinnuhúsnæði. Tekjuaukning nemur rúmum 3 millj. króna.

Til máls tóku ÞS og EG.

5.Mennta-og menningarmálaráðuneytið - Óskað eftir tilnefningu í skólanefnd Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Málsnúmer 1701025Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins frá 11. janúar sl. varðandi tilnefningu fulltrúa í skólanefnd Fjölbrautaskóla Snæfellinga (FSN).
Rætt hefur verið við forsvarsmenn Snæfellsbæjar og Stykkishólms um sameiginlega tilnefningu fulltrúa sveitarfélaganna Grundarfjarðarbæjar, Snæfellsbæjar og Stykkishólmsbæjar í nefndina.

Til máls tóku ÞS og EG.

Lagt til að aðalfulltrúar sveitarfélaganna í skólanefnd FSN verði Björg Ágústsdóttir, Grundarfirði og Hilmar Már Arason, Snæfellsbæ. Til vara verði Eyþór Benediktsson, Stykkishólmi og Sigurborg Kr. Hannesdóttir, Grundarfirði.

Samþykkt samhljóða.

6.Listaverkið Sýn

Málsnúmer 1701028Vakta málsnúmer

Lagður fram samningur frá 1993 milli Sjómannadagsráðs og Grundarfjarðarbæjar um umhirðu og umsjón með myndverkinu Sýn, sem stendur milli Grundarfjarðarkirkju og Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Fellaskjóls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að fela skipulags- og byggingarfulltrúa ásamt bæjarstjóra að ræða við fulltrúa sjómannadagsráðs um viðhald verksins.

7.Framkvæmdir 2017

Málsnúmer 1610011Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir áætlaðar framkvæmdir ársins 2017. Greint frá því að keyptur hefur verið nýr Avant fyrir áhaldahús og nýjar klippur fyrir slökkvilið. Unnið er að útboðsgögnum vegna þakviðgerða að Hrannarstíg 18, til skoðunar eru malbikunar og útrásamál, unnið að áætlun um helstu viðhaldsframkvæmdir á grunnskóla, leikskóla, sundlaug og íþróttahúsi. Áætlað að skipt verði um gervigras á sparkvelli eins fljótt og veður leyfir í vor.

Ennfremur er unnið að endurskoðun aðalskipulags og öðrum framkvæmdum, s.s. við Paimpolgarð, girðingar, tjaldsvæði o.fl.
Unnið er að gerð tímaáætlana um það hvernig og hvenær heppilegast er að framkvæma einstakar framkvæmdir.
Nánari áætlanir verða lagðar fyrir og kynntar þegar þær eru tilbúnar fyrir hverja og eina framkvæmd.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn lýsir ánægju með vinnuna og hvetur til þess að henni verði framhaldið og helstu framkvæmdir boðnar út sem fyrst.

8.Umhverfis- og auðlindaráðuneytið - Ósk um umsögn við reglugerðardrög

Málsnúmer 1701031Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins frá 19. jan. sl., varðandi vinnu við gerð nýrrar reglugerðar um eldvarnir og eldvarnareftirlit hjá Mannvirkjastofnun.

Bæjarstjórn vísar erindinu til úrvinnslu hjá slökkviliðsstjóra og bæjarstjóra.

9.Grunnskólinn, vegvísir

Málsnúmer 1701035Vakta málsnúmer

Í kjarasamningi Sambands. ísl. sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara sem samþykktur var 29. nóvember 2016 var samstarfsnefnd aðila falið með bókun 1 að leggja fram í janúar 2017 vegvísi að aðgerðaráætlun til sveitarfélaganna um nánari greiningu á því ástandi sem kennarar og stjórnendur hafa lýst að ríki í starfsumhverfi grunnskóla og jafnframt kallað eftir úrbótum á. Vinna við greiningu og undirbúning umbótaáætlunar er unnin af fulltrúum bæjarins og fulltrúum kennara og skal ljúka með tímasettri umbótaáætlun.

Kennarar grunnskólans hafa valið sína fulltrúa, sem eru:
Anna Kristín Magnúsdóttir, Einar Þór Jóhannsson og Ingibjörg Eyrún Bergvinsdóttir.

Velja þarf fulltrúa bæjaryfirvalda og er lagt til að þeir verði:
Sigríður Arnardóttir, Sigurður G. Guðjónsson og Þorsteinn Steinsson.
Jafnframt hafi hópurinn heimild til að kalla til sérstakan ritara eða ráðgjafa eftir þörfum.

Til máls tóku ÞS og EG.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða ofangreinda tillögu.

10.Uppsögn á lóð

Málsnúmer 1701032Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá lóðarhöfum lóðarinnar Grundargötu 12, Grundarfirði, dags. 31. des sl. Í erindinu er óskað eftir skilum á lóðinni til bæjarins.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða óskir bréfritara og felur skipulags-og byggingafulltrúa að ganga frá málinu.

11.Ísland ljóstengt

Málsnúmer 1701005Vakta málsnúmer

Grundarfjarðarbær sótti um styrk úr Fjarskiptasjóði til að ljósleiðaravæða dreifbýli sveitarfélagsins. Umsóknir voru opnaðar í Innanríkisráðuneytinu 1. feb. sl.

Grundarfjarðarbær fékk styrk á grundvelli umsókna til að ljósleiðaravæða bæði Útsveit og Framsveit.

Til máls tóku EG og ÞS.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að þiggja styrkinn og að hefja undirbúning verksins.

12.Einn blár strengur, styrkbeiðni

Málsnúmer 1701026Vakta málsnúmer

Lögð fram styrkumsókn, þar sem óskað er eftir stuðningi við verkefnið "Einn blár strengur" og rannsóknarmiðstöð gegn ofbeldi.

Bæjarstjórn getur því miður ekki orðið við erindinu.

13.Vegamótatorfan - Mótmæli vegna fyrirhugaðrar Gestastofu á Snæfellsnesi

Málsnúmer 1701034Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá nokkrum fulltrúum Vegamótatorfunnar, þar sem mótmælt er fyrirhugaðri uppbyggingu og starfsemi í félagsheimilinu Breiðabliki.

Bæjarstjórn leggur til að stjórn framkvæmdaráðs Svæðisgarðs Snæfellsness svari bréfinu.

Samþykkt samhljóða.

14.Sjómannaverkfall

Málsnúmer 1702005Vakta málsnúmer

Gerð grein fyrir sameiginlegri ályktun bæjarstjóra á Snæfellsnesi vegna yfirstandandi sjómannaverkfalls.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn Grundarfjarðar hvetur deiluaðila til þess að reyna allt sem í þeirra valdi stendur til þess að ljúka samningum til að lágmarka það tjón sem hlýst af frekari drætti á lausn deilunnar.

15.Ríkisendurskoðun - Umhverfissjóður Snæfellsness 2017

Málsnúmer 1702002Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Ríkisendurskoðun dags. 31. janúar sl., varðandi Umhverfissjóð Snæfellsness.

Erindinu verður komið til forsvarsmanna sjóðsins.

16.Pisa könnunin

Málsnúmer 1701036Vakta málsnúmer

Lagðar fram niðurstöður PISA könnunnar í grunnskólum Snæfellsbæjar, Grundarfjarðar og Stykkishólms. Upplýsingarnar eru ekki sundurgreindar milli skóla heldur bornar saman við meðaltal á Íslandi og OECD löndum.

Málinu vísað til umfjöllunar í skólanefnd.

17.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - Framlag sveitarfél. 2017

Málsnúmer 1701030Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Heilbrigðiseftirlits Vesturlands frá 6. jan. sl. þar sem eftirlitið bendir á nokkur gagnleg atriði.

Til máls tóku EG, RG og ÞS.

18.Sameining sveitarfélaga, viðræður

Málsnúmer 1606001Vakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar gerði grein fyrir fundi um sameiningarmál sem haldinn var í Borgarnesi 6. febrúar sl. Fundurinn var haldinn með fulltrúum Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar og Stykkishólms ásamt fulltrúum SSV. Ennfremur greint frá fundi sem verður haldinn föstudaginn 10. feb. nk. um sömu mál hér í Grundarfirði.

19.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1505019Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið.