Málsnúmer 1702007

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 202. fundur - 09.02.2017

Lögð fram drög að bréfi til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, þar sem lagt er til að tekjuauki Jöfnunarsjóðsins, sem rekja má til áhrifa laga nr. 139/2013 um tekjuaðgerðir ríkissjóðs, verði greiddar til sveitarfélaga landsins samkvæmt gildandi lögum um tekjustofna sveitarfélaga og reglum sjóðsins þar um. Í þessu sambandi er sérstaklega vísað til álagningar sérstaks bankaskatts sbr. lög nr. 155/2010 en 2,12% hans áttu að renna til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

Til máls tóku ÞS og EG.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að koma þessum sjónarmiðum á framfæri við Innanríkisráðuneytið og Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og óska eftir því að umræddur tekjuauki verði greiddur til sveitarfélaga landsins á grundvelli gildandi laga og reglna.

Bæjarstjórn - 204. fundur - 05.04.2017

Lagt fram bréf Grundarfjarðarbæjar frá 10. feb. sl., þar sem lögð er áhersla á að tekjuauki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, sem rekja má til áhrifa laga nr. 139/2013 um tekjuaðgerðir ríkissjóðs, verði greiddur til sveitarfélaga landsins samkvæmt gildandi lögum um tekjustofna sveitarfélaga og reglum sjóðsins þar um. Sérstaklega er vísað til álagningar sérstaks bankaskatts, sbr. lög nr. 155/2010, en 2,12% hans áttu að renna til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

Jafnframt lagt fram bréf Innanríkisráðuneytisins um málefnið frá 30. mars sl., þar sem greint er frá frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi. Skv. frumvarpinu er gert ráð fyrir að komið verði til móts við tekjumissi sveitarfélaganna með úthlutun sérstaks framlags úr Jöfnunarsjóði. Framlagið svari þeim auknu tekjum sem fallið hafa til sjóðsins frá miðju ári 2014 og út árið 2016, vegna álagningar sérstaks skatts á fjármálafyrirtæki, skv. lögum nr. 155/2010.

Til máls tóku EG og ÞS.

Bæjarstjórn ítrekar sjónarmið sín sem fram koma í bréfi bæjarins frá 10. febrúar sl. og krefst þess að umræddur tekjuauki verði greiddur til sveitarfélaganna eins og átti að gera.

Samþykkt samhljóða.