Málsnúmer 1702011

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 175. fundur - 08.02.2017

Lögð er fram tillaga að uppbyggingu ferðaþjónustu á Þórdísarstöðum.

Skipulags- og umhverfisnefnd fagnar framkomnu erindi um uppbyggingu ferðaþjónustu á Þórdísarstöðum.
Nefndin bendir á að framkvæmdaraðili láti vinna deiliskipulag af svæðinu og samhliða verði unnar nauðsynlegar breytingar á aðalskipulagi

Byggingafulltrúa er falið að tilkynna til Landbúnarráðuneytisins breytta landnotkun Þórdisarstaða.

Nefndin bendir Dísarbyggð ehf á að samkvæmt aðalskipulagi Grundarfjarðar er heimilt að byggja allt að 5 hús á hverri jörð án deiliskipulagsbreytinga.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 177. fundur - 06.04.2017

Skipulags og umhverfisnefnd samþykkir að veita Dísarbyggð leyfi til byggingar 5 frístundahúsa í landi Þórdísarstaða samkvæmt uppdrætti.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 180. fundur - 05.07.2017

Dísarbyggð ehf leggur fram tillögu að deiliskipulagi.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindið og felur byggingarfulltrúa að halda áfram með deiliskipulagið í kynningarferli.