175. fundur 08. febrúar 2017 kl. 17:00 - 18:00 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Ólafur Tryggvason (ÓT) formaður
  • Vignir Smári Maríasson (VSM)
  • Runólfur J. Kristjánsson (RJK)
  • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
  • Þorsteinn Birgisson (ÞB) skipulags- og byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Þorsteinn Birgisson skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá

1.Þórdísarstaðir-uppbygging

Málsnúmer 1702011Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga að uppbyggingu ferðaþjónustu á Þórdísarstöðum.

Skipulags- og umhverfisnefnd fagnar framkomnu erindi um uppbyggingu ferðaþjónustu á Þórdísarstöðum.
Nefndin bendir á að framkvæmdaraðili láti vinna deiliskipulag af svæðinu og samhliða verði unnar nauðsynlegar breytingar á aðalskipulagi

Byggingafulltrúa er falið að tilkynna til Landbúnarráðuneytisins breytta landnotkun Þórdisarstaða.

Nefndin bendir Dísarbyggð ehf á að samkvæmt aðalskipulagi Grundarfjarðar er heimilt að byggja allt að 5 hús á hverri jörð án deiliskipulagsbreytinga.

2.Hraðahindranir og umferðamerkingar

Málsnúmer 1610008Vakta málsnúmer

Mál nr. 1610008 Hraðahindranir og umferðamerkingar, málið lagt fram öðru sinni með ósk um að nefndarmenn og byggingarfulltrúi komi með tillögur um úrbætur.
Nefndin ræddi staðsetningu og gerð hraðahindrana.
Upphækkaðar hraðahindranir við grunnskóla, Hrannarstígur við Smiðjustíg, Grundargata við Sæból. Þrengingar eða önnur gerð hraðahindranna á Sæbóli, Ölkelduvegur (?) og Borgarbraut við gatnamót Hlíðarvegar(?)
Byggingarfulltrúa falið að leggja fram hugmyndir að hraðahindrunum.

3.Umsagnir vegna rekstrarleyfa

Málsnúmer 1702012Vakta málsnúmer

Umsagnir sem byggingarfulltrúi hefur gefið vegna rekstrarsleyfis frá 1. september 2016. Lagt fyrir fund til upplýsinga fyrir nefndarmenn.

Fundi slitið - kl. 18:00.