Málsnúmer 1702015

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 203. fundur - 09.03.2017

Lögð fram skipulagsskrá fyrir Svæðisgarð Snæfellsness ásamt fleiri gögnum.

Fulltrúar Grundarfjarðarbæjar í stjórn eru Eyþór Garðarsson og Rósa Guðmundsdóttir. Kjósa þarf tvo til vara.

Tillaga lögð fram um að Sólrún Guðjónsdóttir og Jósef Ó. Kjartansson verði varamenn.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 247. fundur - 11.03.2021


Ragnhildur Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Svæðisgarðsins Snæfellsness og Bjarni Sigurbjörnsson, bæjarfulltrúi, sátu fundinn undir þessum lið gegnum fjarfund.

Ragnhildur fór yfir starfsemi Svæðisgarðsins og sagði sérstaklega frá verkefni sem felst í því að skoða ávinning, kosti og galla þess að Snæfellsnes verði "Man and Biosphere" svæði hjá Unesco.

Allir tóku til máls.

Gestir

  • Bjarni Sigurbjörnsson - mæting: 16:15
  • Ragnhildur Sigurðardóttir - mæting: 16:15