Málsnúmer 1703003F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 204. fundur - 05.04.2017

Til máls tóku EG, JÓK og ÞS.
  • Hafnarstjórn - 12 Lagðar fram upplýsingar um sýninguna Icefish Exhbition 2017, sem haldin verður í Kópavogi dagana 13.-15. sept. 2017.
    Rætt um þátttöku Grundarfjarðarhafnar í sýningunni.
    Samþykkt að fela hafnarstjóra að ræða við grundfirsk sjávarútvegsfyrirtæki um sameiginlega aðkomu að sýningunni og óska eftir bás.
  • Hafnarstjórn - 12 Hafnarstjóri gerði grein fyrir kynningarráðstefnum skemmtiferðaskipa árið 2017, sem haldnar eru og verða í Fort Lauderdale í mars, FAM ferð cruise Iceland sem verður á íslandi 3.-7. maí nk. og sýning sem haldin verður í Hamborg dagana 6.-8. september nk.
    Hafnarstjóri verður fulltrúi hafnarinnar á Seatrade Hamborg.
  • Hafnarstjórn - 12 Hafnarstjóri fór yfir fyrirhugaðar hafnarframkvæmdir, fjárveitingar og stöðu mála. Skoðuð var ný hugmynd á legu á nýjum viðlegukanti. Jafnframt farið yfir helstu viðhaldsverkefni.
    Hafnarstjóra falið að vinna áfram að undirbúningi framkvæmda og láta meta nýja útfærslu.
  • Hafnarstjórn - 12 Lagt fram erindi frá Hafnasambandi Íslands dags. 6. mars sl. þar sem greint er frá hugmyndum um að láta útbúa stutta sjónvarpsþætti um hafnir í samvinnu við Hringbraut og Athygli.
    Í erindinu er verið að kanna með áhuga aðildarhafna til þátttöku.
    Lagt fram til kynningar.
  • Hafnarstjórn - 12 Lagt fram erindi frá Hafnasambandi Íslands dags. 6. mars sl., þar sem verið er að kynna áhugavert námskeið sem haldið verður 4. maí nk. Námskeiðið er auglýst undir heitinu "Verum tilbúin" og fjallar um það hvernig helst skal bregðast við umfjöllun fjölmiðala og einnig hvernig bregðast skuli við áföllum með sem réttustum hætti frá upphafi.
    Hafnarstjóri mun fara á námskeiðið.
  • Hafnarstjórn - 12 Lagt fram bréf Hafnasambandsins frá des. sl., þar sem fjallað er um framlög til hafnaframkvæmda á fjárlögum 2017. Í bréfinu er lýst verulegum áhyggjum á miklum niðurskurði fjárveitinga í fjárlögum 2017 miðað við gildandi samgönguáætlun.
    Jafnframt lagt fram bréf Hafnasambandsins frá janúar sl., þar sem enn er fjallað um fjárveitingar til hafna og greint frá því að nokkur hækkun hafi fengist frá upphaflegu framlagi í fjárlögum. Jafnframt lagt fram bréf frá Innanríkisráðuneyti, þar sem nánar er greint frá fjárveitingum til hafnamála í fjárlögum 2017.

    Hafnarstjórn tekur heilshugar undir áhyggjur Hafnasambandsins varðandi vöntun fjárveitinga til hafnarframkvæmda í fjárlögum samanborið við samgönguáætlun.
    Hafnarstjóra og formanni stjórnar falið að koma þessum sjónarmiðum á framfæri við stjórnvöld.
  • Hafnarstjórn - 12 Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar hafnasambandsins nr. 390, 391 og 392.