Málsnúmer 1705003F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 206. fundur - 08.06.2017

  • Menningarnefnd - 10 Farið yfir ýmsar hugmyndir að þema fyrir Ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðar fyrir árið 2017. Samþykkt að þemað þetta árið verði "veður".
  • Menningarnefnd - 10 Farið yfir þá viðburði sem framundan eru á árinu.
  • Menningarnefnd - 10 Áhugi er fyrir að setja upp fræðsluskilti víðs vegar um bæinn þar sem fram koma ýmsar sögur og staðreyndir um ákveðna staði í bænum.
    Menningar- og markaðsfulltrúa falið að safna saman sögum og myndum til undirbúnings. Sem og að kanna verð á skiltum og uppsetningu þeirra.
  • Menningarnefnd - 10 Kynning á fyrirhugaðri ferð Grundfirðinga til vinabæjarins Paimpol í Frakklandi á hátíð hafsins. Grundapol stendur að hátíðinni í samstarfi við Paimpol og er Grundfirðingum sérstaklega boðið til þessarar hátíðar vegna tengingarinnar við franska sjómenn fyrri tíma.
    Menningarnefnd lýsir yfir ánægju með að það skuli vera komin aukin virkni í Grundapol í Grundarfirði á ný.
  • Menningarnefnd - 10 Rædd var þörfin fyrir almenningssalerni í bænum og ýmsar hugmyndir að lausnum viðraðar. Brýnt er að gengið sé í þessi mál af festu og hvetur menningarnefnd bæjarstjórn til að finna lausnir á þeim sem allra fyrst. Bókun fundar Til máls tóku EG og RG.
  • Menningarnefnd - 10 Lagðir fram reikningar síðasta árs og ræddir. Bókun fundar Til máls tóku EG, SRS, ÞS og HK.
  • Menningarnefnd - 10 Samþykkt að fá aðila í tímabundið verkefni við að færa inn merkingar á myndir á myndavefnum www.baeringsstofa.is.