206. fundur 08. júní 2017 kl. 16:30 - 19:40 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Eyþór Garðarsson (EG) forseti bæjarstjórnar
  • Bjarni Georg Einarsson (BGE)
  • Hinrik Konráðsson (HK)
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG)
  • Guðrún Jóna Jósepsdóttir (GJJ)
  • Vignir Smári Maríasson (VSM)
Starfsmenn
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Þorsteinn Birgisson, skipulags- og byggingafulltrúi, sat fundinn undir lið 16.

Forseti setti fund.

Bæjarstjórn minnist gengins Grundfirðings:
Auður Gunnur Halldórsdóttir, fædd 21. ágúst 1940, dáin 29. maí 2017.

Fundarmenn risu úr sætum.

Forseti bauð Vigni Smára Maríasson velkominn á sinn fyrsta bæjarstjórnarfund.

Gengið var til dagskrár:

1.Menningarnefnd, kosning fulltrúa

Málsnúmer 1706013Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um Hrafnhildi Jónu Jónasdóttur sem aðalmann í menningarnefnd.

Samþykkt samhljóða.

2.Umboð bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar

Málsnúmer 1506026Vakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar lagði fram svohljóðandi tillögu:

"Bæjarstjórn samþykkir að fella niður bæjarstjórnarfundi í júlí og ágúst nk. skv. heimild í 7. gr. samþykkta um stjórn og fundarsköp Grundarfjarðarbæjar. Í sumarleyfi bæjarstjórnar fer bæjarráð með sömu heimildir og bæjarstjórn hefur ella skv. heimild í 48. gr. samþykktarinnar.“

Samþykkt samhljóða.

3.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1505019Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína.

4.Grunnskólinn, vegvísir

Málsnúmer 1701035Vakta málsnúmer

Lögð fram umbótaáætlun og lokaskýrsla Grundarfjarðarbæjar vegna bókunar I í kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara, sem samþykktur var 29. nóvember 2016.

Til máls tóku EG og ÞS.

5.Félagsmálanefnd Snæfellinga, fundargerð 168. stjórnarfundar

Málsnúmer 1706009Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 168. stjórnarfundar Félagsmálanefndar Snæfellinga frá 2. maí sl.

6.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands, fundargerð 142. stjórnarfundar

Málsnúmer 1706010Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 142. stjórnarfundar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands frá 27. mars sl.

7.Samband íslenskra sveitarfélaga, fundargerð 850. stjórnarfundar

Málsnúmer 1705027Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 850. stjórnarfundar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 19. maí sl.

8.Fasteignamat 2018

Málsnúmer 1706014Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit frá Þjóðskrá Íslands frá 31. maí sl., um hækkun fasteignamats milli áranna 2017 og 2018, skipt eftir sveitarfélögum.

Skv. yfirlitinu hækkar fasteignamat í Grundarfirði um 7,7% að meðaltali.

9.Guðmundur Runólfsson h/f

Málsnúmer 1706006Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar boð eigenda Guðmundar Runólfssonar hf. (G. Run.), þar sem boðið er til athafnar í tilefni af fyrstu skóflustungu fyrir nýju fiskiðjuveri fyrirtækisins, laugardaginn 10. júní nk. Jafnframt bjóða eigendur til golfmóts föstudaginn 9. júní nk., þar sem undirritaður verður samningur við Marel um tækjabúnað.

Bæjarstjórn óskar G. Run. og Grundfirðingum öllum til hamingju með áfangann.

10.SSV, fundargerð 130. stjórnarfundar

Málsnúmer 1705030Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 130. stjórnarfundar SSV frá 10. maí sl.

11.Framkvæmdir 2017

Málsnúmer 1610011Vakta málsnúmer

Þorsteinn Birgisson, skipulags- og byggingafulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Lögð fram og kynnt ástandsúttekt á húsnæði Grunnskóla Grundarfjarðar, sem unnin var af Verkfræðistofunni Eflu, dagsettri í júní 2017. Í úttektinni eru nefndar þrjár leiðir til lagfæringa á húsnæðinu.

Skipulags- og byggingafulltrúa falið að fá verðtilboð í leið 1 og 3 skv. skýrslunni. Jafnframt að kanna hvort og hvernig unnt sé að áfangaskipta verkinu.

Bæjarstjórn felur skipulags- og byggingafulltrúa að láta gera sambærilegar úttektir á öðrum húseignum bæjarins og yrðu húsnæði Leikskólans Sólvalla og Samkomuhús Grundarfjarðar í forgangi.

Samþykkt samhljóða.

Jafnframt gerð grein fyrir helstu verkefnum sem unnið er að.

12.Sameining sveitarfélaga, viðræður

Málsnúmer 1606001Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi við KPMG um ráðgjöf vegna vinnu við sameiningarmál. Sveitarfélögin munu ganga frá undirskrift samnings á næstu dögum. Sameiningarnefnd sveitarfélaganna ásamt KPMG munu í framhaldi móta næstu skref.

Til máls tóku EG, JÓK og ÞS.

Bæjarstjórn samþykkir samkomulagið samhljóða.

13.Ráðning leikskólastjóra

Málsnúmer 1706008Vakta málsnúmer

Ein umsókn barst í stöðu leikskólastjóra Leikskólans Sólvalla, frá Önnu Rafnsdóttur.

Til máls tóku EG, RG og ÞS.

Skólanefnd og bæjarráð leggja til að Anna Rafnsdóttir verði ráðin í starf leikskólastjóra.

Samþykkt samhljóða.

14.Bæjarráð - 499

Málsnúmer 1705009FVakta málsnúmer

  • 14.1 1501066 Lausafjárstaða
    Bæjarráð - 499 Lagt fram yfirlit um lausafjárstöðu.
  • 14.2 1705022 Vinnuskóli 2017
    Bæjarráð - 499 Lögð fram auglýsing og reglur fyrir Vinnuskóla Grundarfjarðar sumarið 2017.

    Vinnuskólinn verður starfræktur frá 6. júní til 7. júlí, alls í fimm vikur. Vinnuskólinn er fyrir unglinga sem lokið hafa 8., 9. og 10. bekk grunnskóla. Vinnutíminn er mánudaga til föstudaga, kl. 8:00-12:00 og 13:00-16:00. Umsóknarfrestur er til 31. maí 2017. Umsóknareyðublöð liggja hjá skólaritara grunnskólans og á bæjarskrifstofunni. Fyrirkomulag skólans er með sama sniði og verið hefur undanfarin ár.

    Bæjarráð samþykkir fyrirkomulagið samhljóða.
  • 14.3 1705025 Garðyrkjumál
    Bæjarráð - 499 Lagt fram erindi frá Bent Marinóssyni, þar sem hann býður fram krafta sína til garðyrkju og lagfæringa á opnum svæðum bæjarins. Hann hefur lokið námi í Garðyrkjuskóla ríkisins og unnið við umhirðu opinna svæða hjá Reykjavíkurborg.

    Lagt til að bæjarstjóra sé falið að ræða við Bent um umhirðu trjágróðurs og gróðursetningu. Starfið yrði tímabundið yfir sumarmánuðina.

    Bæjarráð samþykkir tillöguna samhljóða.
  • 14.4 1608031 Velferðarvaktin
    Bæjarráð - 499 Tekið til umfjöllunar erindi Sambands ísl. sveitarfélaga frá síðasta ári varðandi kostnaðarþátttöku foreldra á ritföngum og öðrum námsgögnum vegna skólagöngu barna. Samtökin Barnaheill, Heimili og skóli og Velferðarvaktin hafa einnig vakið athygli á mikilvægi málsins.

    Skólanefnd Grundarfjarðar lagði til á fundi sínum í september sl., að þetta fyrirkomulag yrði tekið upp hjá Grundarfjarðarbæ. Tillaga skólanefndarinnar hlaut einnig góðar undirtektir bæjaryfirvalda.

    Bæjarráð ítrekar fyrri samþykktir um að kostnaður vegna ritfanga og annarra gagna vegna skólagöngu barna í Grunnskóla Grundarfjarðar verði greiddur af skólanum á komandi skólaári.

    Skólastjóra grunnskólans falin umsjón málsins.
  • 14.5 1610011 Framkvæmdir 2017
    Bæjarráð - 499 Farið yfir stöðu framkvæmda ársins 2017. Framkvæmdir við sundlaugina eru á lokastigi, en þar var skipt um heita potta og aðgengi lagfært. Jafnframt er unnið að endurnýjun girðingar umhverfis laugina. Lokið hefur verið við lagfæringu útrásar í Sæbóli eins og áætlað var. Fóðring hennar er talin hafa tekist vel. Með þessari aðferð var unnt að losna við mikið jarðrask á svæðinu, sem annars hefði orðið ef hefðbundin aðferð hefði verið farin við endurnýjun lagnanna.

    Skipt hefur verið um gervigras á sparkvellinum. Ekkert kurl eða sandur er í gervigrasinu, sem er nýjung. Hesteigendafélaginu hefur verið greitt framlag ársins vegna reiðskemmunnar. Í undirbúningi er plöntun trjáa í Paimpolgarð og ráðgert að því verki ljúki í júní. Unnið er að lagfæringu fjárgirðinga ofan bæjarins.

    Úttekt hefur verið gerð á grunnskólanum varðandi lagfæringar húss og er greinargerð væntanleg. Í áhaldahús hefur verið keyptur nýr Avant og er fyrirhugað að selja þann eldri eftir lagfæringar. Hugmyndir eru uppi um að nýta andvirði sölunnar til kaupa á sóp á nýja tækið.

    Unnið er að gerð samnings um malbikunarframkvæmdir, sem áætlað er að fara í seinnihluta júlímánaðar. Jafnframt er fyrirhuguð viðgerð á þaki að Hrannarstíg 18. Ennfremur er unnið áfram að endurskoðun aðalskipulags bæjarins. Skoða þarf sérstaklega viðgerðaþörf í leikskólanum. Auk þessa er unnið að mismunandi minni verkefnum.
  • 14.6 1701005 Ísland ljóstengt
    Bæjarráð - 499 JÓK vék af fundi undir þessum lið.

    Lögð fram drög að verksamningi milli Grundarfjarðarbæjar og JK og Co. um plægingu og gröft á rörum fyrir ljósleiðarastrengi, auk niðursetningar tengiskápa og brunna.

    Unnið er að því að fara yfir endanlegar lagnaleiðir í samvinnu við Vegagerðina og Rarik.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samningi og undirrita hann.

    Samþykkt samhljóða.

    JÓK tók aftur sæti sitt á fundinum.
  • 14.7 1705026 Ferðaþjónusta
    Bæjarráð - 499 Kynntar hugmyndir að salernisgámum sem hugsanlegt væri að setja upp í bæjarfélaginu til að þjónusta þann mikla fjölda ferðamanna sem hér á leið um. Vöntun hefur verið á slíkri aðstöðu og ekki síst yfir vetrarmánuðina, þegar tjaldsvæðið er ekki opið.

    Jafnframt farið yfir leiðbeiningamerkingar til ferðamanna um það hvar leyfilegt er að tjalda og gista í bæjarfélaginu.

    Skipulags- og byggingafulltrúa falið að vinna áfram að framgangi þessara mála.

    Bæjarráð áréttar það að einungis er leyfilegt að gista í tjöldum, húsbýlum eða vögnum, af hvaða tagi sem er, á tjaldsvæði bæjarins.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 499 Gerð grein fyrir erindi Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Fellaskjóls vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar við heimilið.

    Bæjarstjóra falið að ræða málið við formann stjórnar Fellaskjóls.

    Samþykkt samhljóða.
  • 14.9 1704029 Starfsmannamál
    Bæjarráð - 499 Farið yfir starfsmannamál á stofnunum bæjarins.
  • Bæjarráð - 499 Lögð fram til kynningar lánaskjöl frá Lánasjóði sveitarfélaga.
  • Bæjarráð - 499 Lagt fram bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu frá 17. maí sl., þar sem ráðuneytið tilkynnir að staðfestur hefur verið stofnsamningur fyrir Byggðasamlag Snæfellinga bs.
  • Bæjarráð - 499 Lagður fram til kynningar ársreikningur Björgunarsveitarinnar Klakks fyrir árið 2016.
  • Bæjarráð - 499 Lagt fram til kynningar bréf frá Íbúðalánasjóði varðandi stofnframlög.
  • Bæjarráð - 499 Lögð fram til kynningar framkvæmdaáætlun Skógræktarfélags Eyrarsveitar vegna framkvæmda við ölkeldu á Ölkelduvegi.

15.Orkuveita Reykjavíkur

Málsnúmer 1506017Vakta málsnúmer

Lögð fram gögn varðandi Orkuveitu Reykjavíkur (OR).

Allir tóku til máls.

Bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar falið, í samráði við lögmann bæjarins, að kalla eftir fundi með OR.

Samþykkt samhljóða.

16.Rekstrarleyfi, Fellsenda

Málsnúmer 1705020Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sýslumannsins á Vesturlandi frá 18. maí sl., þar sem óskað er umsagnar um umsókn J og K ehf. um rekstur gististaðar í flokki II að Fellsenda.

Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við að rekstrarleyfi verði veitt, enda liggi fyrir jákvæðar umsagnar annarra umsagnaraðila.

Samþykkt samhljóða.

17.Kosning formanns og varaformanns bæjarráðs

Málsnúmer 1506021Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um að Hinrik Konráðsson verði formaður bæjarráðs og Jósef Ó. Kjartansson varaformaður bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða.

18.Kosning aðalmanna og varamanna í bæjarráð

Málsnúmer 1506020Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um að Berghildur Pálmadóttir og Hinrik Konráðsson frá L-lista og Jósef Ó. Kjartansson frá D-lista verði fulltrúar í bæjarráði Grundarfjarðar til eins árs.

Varamenn yrðu Eyþór Garðarsson og Elsa Bergþóra Björnsdóttir frá L-lista og Rósa Guðmundsdóttir frá D-lista.

Samþykkt samhljóða.

19.Kosning forseta og varaforseta bæjarstjórnar

Málsnúmer 1506022Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um Eyþór Garðarsson, sem forseta og Rósu Guðmundsdóttir sem varaforseta til eins árs.

Samþykkt samhljóða.

20.Skipulags- og umhverfisnefnd - 179

Málsnúmer 1706002FVakta málsnúmer

  • Lóðaumsókn : Eiríkur Höskuldsson leggur fram teikningar af húsum á Grundargötu 52 Skipulags- og umhverfisnefnd - 179 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framlagðar teikningar og óskar eftir afstöðumynd af byggingum á lóðina að Grundargötu 52 Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Lóðaumsókn : Guðbjartur Brynjar Friðriksson sækir um lóðina Fellabrekka 5 Skipulags- og umhverfisnefnd - 179 Lóðaumsókn :Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að veita Guðbjarti Brynjari Friðrikssyni lóðina að Fellabrekku 5 Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Grundargata 43, Umsókn um breytingu á gluggum og staðsetningu bílastæðis. Skipulags- og umhverfisnefnd - 179 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að óska eftir útlitsteikningum á gluggum og láta fara fram grenndarkynningu hjá aðliggjandi húsum vegna bílastæða. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 179 Skipulags- og umhverfisnefnd felur byggingarfulltrúa að senda erindi til umráðamanna efnistökusvæða í Grundarfjarðarbæ og óskar eftir fyrirætlun um notkun námanna.


    Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Hönnugil verði nýtt sem jarðvegslosunarstaður og að unnið verði eftir tillögum Inga Hans Jónssonar.
    Samþykkt með þremur atkvæðum. Með: ÓT, SÞ, VSM. Á móti: UÞS, JÓK
    Bókun fundar Til máls tóku EG, JÓK, RG, VSM, GJJ, ÞS og HK.

    Bæjarstjórn telur tillögu nefndarinnar um efnislosunarstað um margt áhugaverða. Bæjarstjórn leggur áherslu á að gerðar verði reglur um það hvar og hvernig efnislosun verði háttað í Hönnugili. Jafnframt er óskað eftir því að fleiri staðir í bæjarfélaginu verði skoðaðir, sem mögulegir efnislosunarstaðir og tillögur gerðar í þeim efnum.

    Bæjarstjórn felur skipulags- og byggingafulltrúa, í samráði við skipulags- og umhverfisnefnd, að vinna tillögurnar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Grundargata 24, skipting lóðar Skipulags- og umhverfisnefnd - 179 Skipulags- og umhverfisnefnd frestar erindinu og felur byggingarfulltrúa að skoða lóðarmörk Grundargötu 24 og aðliggjandi lóða vegna misræmis á stærð lóðarinnar.

21.Skipulags- og umhverfisnefnd - 178

Málsnúmer 1705005FVakta málsnúmer

  • Lóðarumsókn: Almenna Umhverfisþjónustan ehf sækir um lóðina Grundargata 90 Skipulags- og umhverfisnefnd - 178 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að veita Almennu Umhverfisþjónustunni ehf. lóðina að Grundargötu 90.

    Ólafur Tryggvason vék af fundi vegna þessa máls.

    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Lóðarumsókn: Almenna Umhverfisþjónustan ehf sækir um lóðina Grundargata 82 Skipulags- og umhverfisnefnd - 178 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að veita Almennu Umhverfisþjónustunni ehf. lóðina að Grundargötu 82.

    Ólafur Tryggvason vék af fundi vegna þessa máls.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Lóðarumsókn: Eiríkur Höskuldsson og Eyrún Guðnadóttir sækja um lóðina Grundargata 52 Skipulags- og umhverfisnefnd - 178 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að veita Eiríki Höskuldssyni lóðina að Grundargötu 52.

    Ólafur Tryggvason vék af fundi vegna þessa máls.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • 21.4 1703008 Suður Bár
    Suður Bár. Sótt er um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við íbúðarhús. Skipulags- og umhverfisnefnd - 178 Skipulags og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur byggingarfulltúa að gefa út byggingarleyfi samkvæmt uppdrætti. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

22.Menningarnefnd - 10

Málsnúmer 1705003FVakta málsnúmer

  • Menningarnefnd - 10 Farið yfir ýmsar hugmyndir að þema fyrir Ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðar fyrir árið 2017. Samþykkt að þemað þetta árið verði "veður".
  • Menningarnefnd - 10 Farið yfir þá viðburði sem framundan eru á árinu.
  • Menningarnefnd - 10 Áhugi er fyrir að setja upp fræðsluskilti víðs vegar um bæinn þar sem fram koma ýmsar sögur og staðreyndir um ákveðna staði í bænum.
    Menningar- og markaðsfulltrúa falið að safna saman sögum og myndum til undirbúnings. Sem og að kanna verð á skiltum og uppsetningu þeirra.
  • Menningarnefnd - 10 Kynning á fyrirhugaðri ferð Grundfirðinga til vinabæjarins Paimpol í Frakklandi á hátíð hafsins. Grundapol stendur að hátíðinni í samstarfi við Paimpol og er Grundfirðingum sérstaklega boðið til þessarar hátíðar vegna tengingarinnar við franska sjómenn fyrri tíma.
    Menningarnefnd lýsir yfir ánægju með að það skuli vera komin aukin virkni í Grundapol í Grundarfirði á ný.
  • Menningarnefnd - 10 Rædd var þörfin fyrir almenningssalerni í bænum og ýmsar hugmyndir að lausnum viðraðar. Brýnt er að gengið sé í þessi mál af festu og hvetur menningarnefnd bæjarstjórn til að finna lausnir á þeim sem allra fyrst. Bókun fundar Til máls tóku EG og RG.
  • Menningarnefnd - 10 Lagðir fram reikningar síðasta árs og ræddir. Bókun fundar Til máls tóku EG, SRS, ÞS og HK.
  • Menningarnefnd - 10 Samþykkt að fá aðila í tímabundið verkefni við að færa inn merkingar á myndir á myndavefnum www.baeringsstofa.is.

23.Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 84

Málsnúmer 1705004FVakta málsnúmer

Til máls tóku EG, RG og ÞS.
  • 23.1 1705014 Hreyfivika UMFÍ 2017
    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 84 Menningarfulltrúi fór yfir drög að dagskrá fyrir Hreyfiviku UMFÍ sem verður dagana 29. maí til 4. júní nk. Ýmsar hugmyndir að viðburðum settar fram og ræddar.
  • 23.2 1705015 Starfsemi UMFG
    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 84 Ragnar Smári Guðmundsson, formaður UMFG, sat fundinn undir þessum lið og fór yfir starfsemi ungmennafélagsins.
  • 23.3 1705016 Þríhyrningurinn
    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 84 Íþrótta- og æskulýðsnefnd fagnar góðum undirtektum bæjarstjórnar við hugleiðingum nefndarinnar um Þríhyrninginn og hvetur bæjarstjórn til að ljúka hugmyndavinnu og hefja framkvæmdir sem allra fyrst. Þarna er illa nýtt svæði sem er kjörið til útivistar fyrir alla fjölskylduna.

24.Hafnarstjórn - 13

Málsnúmer 1706001FVakta málsnúmer

  • Hafnarstjórn - 13 Lagður fram og kynntur ársreikningur Hafnarsjóðs Grundarfjarðarhafnar fyrir árið 2016.
    Hafnarstjórn samþykkir ársreikninginn.
  • 24.2 1705029 Snæfrost
    Hafnarstjórn - 13 Lagt fram erindi Snæfrosts h/f móttekið 29. maí sl.

    Hafnarstjórn samþykkir samhljóða erindi fyrirtækisins og felur hafnarstjóra að ganga frá málinu.
    Bókun fundar Til máls tóku EG og ÞS.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu hafnarstjórnar.
  • 24.3 1706002 Byggðakvóti, fundur
    Hafnarstjórn - 13 Lagt fram erindi frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu dags. 1. júní sl., varðandi fund um byggðakvótamál sem haldinn verður á vegum ráðuneytisins 6. júní nk. í Borgarnesi.
    Stjórnarformanni hafnarstjórnar falið að mæta á fundinn.
    Bókun fundar Til máls tóku RG og ÞS.
  • Hafnarstjórn - 13 Lögð fram til kynningar fundargerð Hafnasambands íslands nr. 393
  • Hafnarstjórn - 13 Lögð fram til kynningar fundargerð Hafnasambands íslands nr. 394
  • Hafnarstjórn - 13 Lögð fram til kynningar fundargerð Hafnasambands Íslands nr. 395

25.Skólanefnd - 138

Málsnúmer 1705006FVakta málsnúmer

  • Skólanefnd - 138 Björg Karlsdóttir, leikskólastjóri, og Ingibjörg Eyrún Bergvinsdóttir, fulltrúi foreldraráðs, sátu fundinn undir þessum lið.

    Lagt fram og farið yfir skóladagatal skólaársins 2017-2018. Gert er ráð fyrir sex starfsdögum á dagatalinu. Jafnframt farið yfir starfsmannahald og nemendafjölda skólans. Fjöldi nemenda er 54.

    Ingibjörg Eyrún Bergvinsdóttir kom kl. 17:00.

    Leikskólastjóri kynnti nýtt gagnvirkt samskiptakerfi fyrir leikskóla, sem fyrirhugað er að taka í notkun á leikskólanum. Kerfið mun einfalda samskipti starfsmanna við foreldra.

    Skólanefnd samþykkir samhljóða skóladagatal næsta skólaárs.
  • Skólanefnd - 138 Sigurður G. Guðjónsson, skólastjóri, sat fundinn undir þessum lið.

    Lagt fram og farið yfir skóladagatal skólaársins 2017-2018. Gert er ráð fyrir fimm starfsdögum í dagatalinu, tveimur dögum í vetrarfrí og átta dögum fyrir utan starfstíma nemenda.

    Skólastjóri kynnti niðurstöður starfsmanna-, foreldra- og nemendakannana Skólapúlsins.

    Skólanefnd lýsir yfir almennri ánægju með niðurstöður Skólapúlsins og óskar stjórnendum og starfsfólki til hamingju með vel unnin störf.

    Skólanefnd samþykkir samhljóða skóladagatal næsta skólaárs.
  • Skólanefnd - 138 Sigurður G. Guðjónsson, skólastjóri, og Linda María Nielsen, deildarstjóri, sátu fundinn undir þessum lið.

    Lagt fram og farið yfir skóladagatal skólaársins 2017-2018. Gert er ráð fyrir sjö starfsdögum á skólaárinu. Jafnframt farið yfir starfsmannahald og nemendafjölda skólans.

    Vortónleikar skólans tókust mjög vel. Þeir voru haldnir í Grundarfjarðarkirkju og gátu íbúar Fellaskjóls fylgst með þeim í beinni útsendingu.

    Skólanefnd samþykkir samhljóða skóladagatal næsta skólaárs með áorðnum breytingum.
  • Skólanefnd - 138 Sigurður G. Guðjónsson, skólastjóri, sat fundinn undir þessum lið.

    Lagt fram og farið yfir skóladagatal skólaársins 2017-2018. Gert er ráð fyrir sjö starfsdögum á leikskóladeildinni Eldhömrum.

    Skólanefnd samþykkir samhljóða skóladagatal næsta skólaárs.
  • Skólanefnd - 138 Lögð fram til kynningar ársskýrsla undanþágunefndar grunnskóla skólaárið 2015-2016.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:40.