Lagt fram erindi Sædísar Helgu Guðmundsdóttur varðandi umsögn á umsókn Óla smiðs ehf. á rekstrarleyfi að Grundargötu 43. Farið var yfir umsagnarbeiðni Sýslumannsins á Vesturlandi á fundi bæjarráðs 26. júní 2017. Á þeim fundi var afgreiðslu málsins frestað, þar til nauðsynleg gögn hefðu borist.
Jafnframt lagt fram bréf frá hönnuði sem tók að sér að skila inn tilskyldum gögnum og ennfremur álit lögmanns bæjarins.
Allir tóku til máls.
Enn hafa engin gögn borist frá fundi bæjarráðs þann 26. júní 2017. Þar af leiðandi lítur bæjarstjórn svo á að samþykkt bæjarstjórnar frá 14. desember 2017 um rekstrarleyfisumsóknir gildi um umrædda umsókn.
Á grundvelli samþykktar bæjarstjórnar frá 14. desember 2017 getur bæjarstjórn ekki veitt jákvæðar umsagnir vegna nýrra rekstrarleyfisumsókna um gististaði í íbúðabyggð.
Tekið fyrir að nýju erindi Sýslumannsins á Vesturlandi frá 23. maí 2017, varðandi rekstrarleyfi að Grundargötu 43, Grundarfirði. Um málið hefur áður verið fjallað í bæjarráði 26. júní 2017, þar sem afgreiðslu málsins var frestað vegna vöntunar á nauðsynlegum gögnum. Jafnframt var fjallað um málið á fundi bæjarstjórnar 11. janúar 2018. Ekki var þá unnt að veita jákvæða umsögn um málið þar sem enn vantaði umbeðin gögn.
Umbeðin gögn hafa nú borist og hafa skipulags- og byggingafulltrúi og slökkviliðsstjóri sannreynt gögnin og farið í vettvangskönnun á staðinn.
Til máls tóku EG, ÞS, RG og HK.
Að fengnum ráðleggingum lögmanns bæjarins er málið tekið upp að nýju og svofelld tillaga lögð fram:
"Bæjarstjórn samþykkir að veitt verði jákvæð umsögn til Sýslumannsins á Vesturlandi um umsókn Óla Smiðs ehf., dags. 22. maí 2017, um rekstrarleyfi til rekstrar gististaðar í flokki II, sbr. beiðni sýslumannsins þar um frá 23. maí 2017.
Á fundi bæjarráðs þann 26. júní 2017 var ákvörðun um veitingu umsagnar frestað þar sem nauðsynleg gögn skorti til að bæjarráð gæti tekið afstöðu til beiðninnar. Umrædd gögn hafa nú borist og slökkviliðsstjóri og skipulags- og byggingafulltrúi yfirfarið og sannreynt þau.
Þrátt fyrir bókun í fundargerð bæjarstjórnar frá 14. des. 2017 um gistirými í Grundarfirði, telur bæjarstjórn að afgreiða verði erindið með jákvæðum hætti, þar sem umrædd umsókn um rekstrarleyfi og beiðni Sýslumannsins á Vesturlandi um umsögn bárust sveitarfélaginu áður en umrædd bókun var gerð. Þá má gera ráð fyrir að umsækjandi hafi haft eðlilegar væntingar um afgreiðslu málsins í samræmi við málsmeðferð sambærilegra mála á þeim tíma.
Bæjarstjórn telur því að við meðferð málsins verði að miða við það verklag sem viðhaft var hjá sveitarfélaginu þegar umrædd umsókn barst, enda hafi öllum umbeðnum gögnum verið skilað."
Lagt fram erindi Sýslumannsins á Vesturlandi þar sem óskað er umsagnar á umsókn Óla Smiðs ehf. til að reka gististað í flokki II að Grundargötu 43.
Afgreiðslu málsins frestað, þar til nauðsynleg gögn hafa borist.