Málsnúmer 1709003F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 207. fundur - 13.09.2017

 • Björg Ágústdóttir leggur fram næstu skref í aðalskipulagsvinnu Alta ehf Skipulags- og umhverfisnefnd - 182 Björg Ágústsdóttir kemur og talar í 20 mínútur. Kynnir framhaldið og leggur til að haldnir verði 4 vinnufundir.
 • Óskað er eftir að tillögu um hugsanlega staðsetningu þjónustumiðstöðvar Skipulags- og umhverfisnefnd - 182 Skipulags- og umhverfisnefnd telur að fyrrnefnd staðsetning henti einna best af öllum þeim möguleikum innan miðbæjar. Samkvæmt samþykktum bæjarins er lóðin á móti sögumiðstöðinni frátekin í miðbæjarkjarna. Reitur við Sæból hentar mjög illa vegna þess að hann er staðsettur við íbúðahverfi.
  Kostir fyrrnefndar staðsetningar eru þeir að þjónustumiðstöð væri þá í góðu göngufæri við höfn, Þjónustumiðstöð myndi þá fylla uppí illa nýtt svæði.
  Nefndin leggir til að Svarið ehf. verði gefin kostur á að hanna aðkomu og útfærslu á fyrrnefndri lóð.
  -Jósef situr hjá.
  Bókun fundar Allir tóku til máls.

  Bæjarstjórn lýsir áhuga sínum á að slík þjónustumiðstöð verði staðsett í sveitarfélaginu og leggur til að rætt verði við forsvarsmenn Svarsins ehf. um fyrirkomulag og staðsetningu starfseminnar.

  Samþykkt samhljóða.
 • Ölkeldan í Grundarfirði: Lögð er fram framkvæmdaáætlun vegna vinnu við ölkeldu og umhverfi. Skipulags- og umhverfisnefnd - 182
 • Sæból 33-35: lagt fram samþykki eigenda um breytingar á húsi. Skipulags- og umhverfisnefnd - 182 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Hlíð Eyrarsveit: Finnur M Hinriksson sækir um leyfi til að fokhelda byggingu í landi Hlíðar Skipulags- og umhverfisnefnd - 182 Skipulags-og umhverfisnefnd felst á að leyfa Finni Hinriksyni að gera byggingu í landi Hlíðar fokhelda enda verði í öllu farið að tillögu hönnuðar hússins og munu framkvæmdir standast væntanlega hönnun hússins. Skila verður inn byggingastjóra og iðnmeistara undirskriftum áður enn vinna hefst. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • .6 1709012 Lóðaumsókn
  Lóðaumsókn. Sigurhanna Ágústa Einarsdóttir sækir um lóðina að Fellasneið 3 Skipulags- og umhverfisnefnd - 182 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að veita Sigurhönnu Ágústu Einarsdóttur að Fellasneið 3 Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • .7 1709013 Stöðuleyfi
  Stöðuleyfi: Valgeir Þ Magnússon sækir um stöðuleyfi fyrir 2 gáma í 12 mán í Innri Látravík. Skipulags- og umhverfisnefnd - 182 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að gefa út stöðuleyfi.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • .8 1709016 Tenging rafstrengs
  Rarik leggur fram tillögur um tengingu innanbæjarkerfis Grundarfjarðar við nýja aðveitustöð. Skipulags- og umhverfisnefnd - 182 Skipulags-og umhverfisvernd hafnar öllum tillögum um leið fyrir rafstreng en leggur jafnframt til nýja leið meðfram Grundargötu. Byggingarfulltrúa falið að útfæra leiðina í samvinnu við Rarik.    
  Bókun fundar Til máls tóku EG, HK og JÓK.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Lagt er fram tillaga og óskir um stækkun lóðar Sólvöllum 2 Skipulags- og umhverfisnefnd - 182 Skipulags-og umhverfisvernd samþykkir erindið og óskar eftir fullfrágengnu lóðarblaði.
  Lóð skal ekki vera nær Sólvöllum 6 en sem nemur 14 metrum svo nægjanlegt pláss sé fyrir veg og gangstéttar. Lóðin nær á milli Sólvalla og Nesvegar.    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir umsókn Guðmundar Runólfssonar hf. um stækkun lóðar að Sólvöllum 2. Bæjarstjórn óskar eftir fullfrágengnu lóðablaði sem fyrst og leggur áherslu á að umsóknaraðili fái það rými sem þarf fyrir nýtt fiskiðjuver sem hannað verði á lóðinni.

  Samþykkt samhljóða.