Málsnúmer 1709015

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 182. fundur - 11.09.2017

Hlíð Eyrarsveit: Finnur M Hinriksson sækir um leyfi til að fokhelda byggingu í landi Hlíðar
Skipulags-og umhverfisnefnd felst á að leyfa Finni Hinriksyni að gera byggingu í landi Hlíðar fokhelda enda verði í öllu farið að tillögu hönnuðar hússins og munu framkvæmdir standast væntanlega hönnun hússins. Skila verður inn byggingastjóra og iðnmeistara undirskriftum áður enn vinna hefst.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 202. fundur - 29.07.2019

Finnur Hinriksson sækir um byggingarleyfi fyrir geymslu við frístundahús.

Fyrir nefndinni liggur bréf sem sent var af fv. skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 17.08.2017 þar sem farið var fram á stöðvun framkvæmda við byggingu hússins þar sem ekki hafði verið sótt um byggingarleyfi.

Einnig liggur fyrir ítrekun núverandi skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 10.07.2019.


Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur móttekið umsókn og teikningar vegna geymslu í landi Hlíðar.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingaleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.