Finnur Hinriksson sækir um byggingarleyfi fyrir geymslu við frístundahús.
Fyrir nefndinni liggur bréf sem sent var af fv. skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 17.08.2017 þar sem farið var fram á stöðvun framkvæmda við byggingu hússins þar sem ekki hafði verið sótt um byggingarleyfi.
Einnig liggur fyrir ítrekun núverandi skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 10.07.2019.