Málsnúmer 1710003F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 208. fundur - 01.11.2017

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn telur, með vísan til töluliða fundargerðarinnar nr. 1, 2, 3 og 8, æskilegt að skoðað verði með hvaða hætti unnt sé að bæta sem best þjónustu við aldraða.

Bæjarstjórn tekur vel í það að fundin verði leið til að mæta þörfum eldri borgara hvað þessi mál varðar.

Samþykkt samhljóða.
  • Öldungaráð - 6 Öldungaráð fer fram á að gert verði ráð fyrir því í fjárhagsáætlun ársins 2018 að ráðinn verði starfsmaður til að halda utan um starf eldri borgara í Grundarfirði.
  • Öldungaráð - 6 Fenginn hefur verið starfsmaður til að þrífa húsnæðið að Borgarbraut 2 einu sinni í viku í vetur.
  • Öldungaráð - 6 Öldungaráð leggur til að ráðinn verði starfsmaður til að sjá um líkamsrækt fyrir eldri borgara og öryrkja einu sinni til tvisvar í viku.
  • Öldungaráð - 6 Möguleikar á framtíðarhúsnæði fyrir eldri borgara ræddir. Áhugi er fyrir að athuga hvort hægt sé að fá gamla kaupfélagshúsið við Nesveg 1 fyrir eldri borgara sem framtíðarhúsnæði.
  • .5 1710031 Skoðanakönnun
    Öldungaráð - 6 Lagt er til að undirbúin verði viðhorfskönnun um framtíðarsýn eldri borgara í sveitarfélaginu. Menningar- og markaðsfulltrúa falin nánari útfærsla á könnuninni.
  • .6 1710032 Minigolf og pútt
    Öldungaráð - 6 Settar fram og ræddar hugmyndir að staðsetningu fyrir púttvöll og mínígolf í bænum.

    Samþykkt að senda beiðni til skipulags- og byggingarnefndar um að fundin verði og lögð til hentug staðsetning fyrir púttvöll og mínígolf. Lagt er til að fundinn verði staður nærri dvalarheimili aldraðra.
  • Öldungaráð - 6 Öldungaráð kallar eftir því að Alþingi skipi umboðsmann aldraðra líkt og fyrirhugað hefur verið í allnokkurn tíma.

    Öldungaráð hyggst rita bréf til Alþingis máli sínu til áréttingar.
  • .8 1710034 Önnur mál
    Öldungaráð - 6 Farið yfir stöðu á sjúkraþjálfunarmálum í bænum.

    Bent er á frétt um fjölþætta heilsueflingu fyrir eldri aldurshópa, yfir 65 ára, í Reykjanesbæ þar sem dr. Janus Guðlaugsson íþrótta- og heilsufræðingur er í forsvari. Áhugi er fyrir að kanna hvort mögulegt sé að fá slíkt verkefni hingað í Grundarfjörð.