Málsnúmer 1710016

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 504. fundur - 03.10.2017

Lögð fram auglýsing um utankjörfundaratkvæðagreiðslu. Þar kemur fram að ekki er mögulegt að kjósa utan kjörfundar í Grundarfirði annað árið í röð. Jafnframt gerð grein fyrir samskiptum bæjarstjóra við Sýslumanninn á Vesturlandi þar sem mótmælt er að ekki sé mögulegt að kjósa utan kjörfundar í Grundarfirði. Í framhaldi af þeim samskiptum hefur Embætti sýslumanns ákveðið að sett verði upp aðstaða fyrir slíkar kosningar í Grundarfirði. Endanlegt fyrirkomulag mun skýrast næstu daga.

Bæjarráð lýsir óánægju sinni með að í upphaflegri auglýsingu um utankjörfundaratkvæðagreiðslu hafi ekki verið gert ráð fyrir aðstöðu í Grundarfirði. Lagt er til að í framtíðinni verði séð til þess að slíkur möguleiki sé ávallt til staðar í tengslum við kosningar.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 513. fundur - 18.05.2018

Lagt fram bréf dómsmálaráðuneytisins frá 11. maí sl., sem er svar við erindum bæjaryfirvalda um það að unnt verði að kjósa utankjörfundar í Grundarfirði vegna komandi sveitarstjórnarkosningar.

Ráðuneytið metur það svo að ekki sé skylt að hafa atkvæðagreiðslu utan kjörfundar í Grundarfirði miðað við gildandi lög og reglur. Ráðuneytið bendir þó á að það sé á forræði sýslumannsins að meta hvort nauðsyn er á að unnt sé að greiða atkvæði utan kjörfundar á öðrum stöðum en skrifstofum sýslumannsins. Við það mat skuli m.a. tekið mið af því hvort kjósendur sem ekki geta greitt atkvæði á kjördag þurfi um langan veg að fara til að greiða atkvæði sitt. Ekki sé gert ráð fyrir í lögum að unnt sé að kjósa utan kjörfundar í hverju og einu sveitarfélagi.

Bæjaryfirvöld í Grundarfirði ítreka mótmæli sín vegna þess að ekki sé boðið upp á utankjörfundaratkvæðagreiðslu í sveitarfélaginu eins og til að mynda var gert í síðustu Alþingiskosningum. Með slíkri ákvörðun sé ekkert tillit tekið til þesss að almenningssamgöngur séu stopular milli staða á landsbyggðinni. Með ákvörðun af þessum toga er jafnræðisreglan ekki í heiðri höfð gagnvart öllum íbúum þessa lands.
Bæjarráð skorar á sýslumanninn á Vesturlandi að sjá til þess að að Grundfirðingar geti kosið utan kjörfundar, í heimabyggð fyrir komandi kosningar.
Samþykkt að fela bæjarstjóra að vinna að úrlausn málsins með dómsmálaráðuneytinu til framtíðar.