Málsnúmer 1710024

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 505. fundur - 12.10.2017

Vegna fyrirhugaðs grjótnáms í grjótnámu að Lambakróarholti er þörf á að segja upp leigusamningi frá 15. maí 2002 við Bárð Rafnsson. Bæjarráð vill bjóða Bárði nýjan leigusamning að teknu tilliti til fyrirhugaðs grjótnáms.

Fyrir fundinum lá uppdráttur af svæðinu.

Bæjarstjóra falinn frágangur málsins.

Samþykkt samhljóða.

Hafnarstjórn - 14. fundur - 16.10.2017

Lagður fram leigusamningur frá 15. maí 2002 milli Grundarfjarðarbæjar og Bárðar Rafnssonar, þar sem Bárði er leigt tiltekið beitiland úr landi Grafar-Innri. Vegna fyrirhugaðs grjótnáms í Lambakróarholti er nauðynlegt að virkja 5. tl. samningsins og segja samningnum upp, enda þótt reynt verði að hegða grjótnámi þannig að leigutaki geti nýtt svæðið að stærstum hluta áfram. Stefnt er að því að gerður verði nýr samningur, þegar ljóst verður hvernig grjótnáminu verður háttað.
Hafnarstjórn leggur til að bæjarstjóri gangi frá málinu á þessum grunni.

Bæjarstjórn - 214. fundur - 12.04.2018

BP vék af fundi undir þessum lið.

Lagður fram leigusamningur milli Grundarfjarðarbæjar og Bárðar Rafnssonar um leigu á landi við Lambakróarholt.

Til máls tóku EG og JÓK.

Bæjarstjórn samþykkir samninginn ásamt fylgigögnum.

BP tók aftur sæti sitt á fundinum.