Málsnúmer 1710047

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 506. fundur - 26.10.2017

JÓK vék af fundi undir þessum lið.

Lögð fram útboðsgögn vegna útboðs á snjómokstri 2017. Tilboðum átti að skila eigi síðar en kl. 11:00 þann 23. október sl. Jafnframt lögð fram fundargerð dags. 23. október sl. vegna opnunar tilboða.

Eftirtalin tvö tilboð bárust:
1. Dodds ehf. og Rútuferðir ehf. f.h. óstofnaðs hlutafélags.
2. J.K. og Co slf.

Unnið er að mati og yfirreikningi tilboðanna og verður endanleg afgreiðsla tekin að því loknu.

JÓK tók aftur sæti sitt á fundinum.

Bæjarstjórn - 208. fundur - 01.11.2017

JÓK vék af fundi undir þessum lið.

Farið yfir gögn vegna útboðs um snjómokstur í Grundarfirði. Lagt fram minnisblað skipulags- og byggingafulltrúa þar sem lagt er til að gengið verið til samninga við lægstbjóðanda.

Bæjarstjórn samþykkir að gengið verði til samninga við Dodds ehf. og Rútuferðir ehf. f.h. óstofnaðs hlutafélags.

Samþykkt samhljóða.

JÓK tók aftur sæti sitt á fundinum.