Málsnúmer 1710052

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 183. fundur - 30.10.2017

Lagður er fram deiliskipulagsuppdráttur dags.25.10.2017 ásamt greinargerð frá ASK arkitektum dags.09.10.2017 unnin fyrir Guðmund Runólfsson hf. 350 Grundarfirði. Þar sem óskað er eftir samþykki Grundafjarðarbæjar á tillögunni og að hún fari í formlegt kynningar- og staðfestingarferli skv.1.mgr.41.gr. Skipulagslaga.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framlagt deiliskipulag og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að hefja formlegt kynnigar og staðfestingarfgerli smkv 1. mgr 41. gr. skipulagslaga.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 184. fundur - 11.12.2017

Nýtt deiliskipulag Sólvallareits Graftrarleyfi.
Lögð fram samþykkt bæjarráðs 21. nóv. sl. samþykkt að veita Guðmundi Runólfssyni hf. heimild til að fara í jarðvegsskipti á byggingareitnum.
Byggingafulltúi hefur veitt bráðabirgðaleyfi fyrir jarðvegsskiptum.
Jafnframt var byggingafulltrúa falið að undirbúa hönnun á götu milli Nesvegar og Sólvalla.

Bæjarstjórn - 210. fundur - 11.01.2018

RG vék af fundi undir þessum lið.

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar frá 8. janúar sl. Í bréfinu kemur fram að Skipulagsstofnun hefur yfirfarið deiliskipulagsgögn vegna Sólvallareits og gerir ekki athugasemdir við að bæjarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

Til máls tóku EG og EBB.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi deiliskipulag og felur byggingafulltrúa að birta auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.

RG tók aftur sæti sitt á fundinum.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 185. fundur - 01.02.2018

Sótt er um byggingarleyfi vegna byggingar á Sólvallareit ásamt stöðuleyfi fyrir gáma.
Skipulags- og umhverfisvernd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfir ásamt því að veita stöðuleyfi.