Málsnúmer 1712012

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 209. fundur - 14.12.2017

Lagt fram erindi frá Sönnum Landvættum frá 7. des sl., þar sem fyrirtækið leitar eftir samstarfi við Grundarfjarðarbæ um uppbyggingu og rekstur á þjónustu við ferðamenn í bæjarfélaginu.

Bæjarstjórn telur hugmyndir fyrirtækisins áhugaverðar og lýsir yfir áhuga á að ræða nánar við bréfritara um hugsanlega samvinnu.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 510. fundur - 21.03.2018

Lagt fram bréf Sannra Landvætta ehf. frá 19. mars. sl., þar sem fyrirtækið vísar í fund sem það átti með bæjarstjóra og skipulags- og byggingafulltrúa um uppbyggingu og rekstur á þjónustu við ferðamenn í Grundarfirði. Í bréfinu rekja fulltrúar fyrirtækisins hugmyndir sínar að mögulegri uppbyggingu slíkrar þjónustu.

Bæjarráð telur hugmyndirnar mjög áhugaverðar og felur bæjarstjóra og skipulags- og byggingafulltrúa að vinna að framgangi málsins með fyrirtækinu með það að markmiði að þjónustuhús af þessum toga geti verið tilbúið til notkunar sem fyrst.