Málsnúmer 1801004F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 211. fundur - 08.02.2018

  • Menningarnefnd - 12 Menningar- og markaðsfulltrúi kynnir þær umsóknir sem sendar voru til Uppbyggingarsjóðs Vesturlands.

    Varðandi fræðslu- og upplýsingaskilti þá kallar menningarnefnd eftir því að fá upplýsingar um stöðu verkefnisins í mars þar sem áætluð verklok eru um miðjan maí.

  • Menningarnefnd - 12 Metþátttaka var í Ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðar árið 2017 en þá var þemað "veður".
    Ræddar ýmsar hugmyndir að þema fyrir árið 2018 og var ákveðið að hafa það "fuglar og dýr".
  • .3 1801046 Rökkurdagar 2018
    Menningarnefnd - 12 Ákveðið að hinir árlegu Rökkurdagar verði haldnir í kringum tímabilið 10.-20. október.
  • Menningarnefnd - 12 Bæjarstjórn kallaði eftir stefnumótun menningarnefndar um framtíð og hlutverk menningarhúsa bæjarins. Menningarnefnd mun kynna sér málin nánar og gera tillögu að stefnu. Bókun fundar Til máls tóku EG og EBB.
  • .5 1801048 Sögumiðstöðin
    Menningarnefnd - 12 Farið yfir samning Grundarfjarðarbæjar og Svansskála sem rekur Kaffi Emil í Sögumiðstöðinni. Nefndin vill að Sögumiðstöðin nýtist betur fyrir fólkið í bænum eins og verið hefur í gegnum tíðina og lagt var upp með í samningi. Endurskoða þarf samninginn og hyggst nefndin boða rekstraraðila á sinn fund til að fara yfir stöðu mála.