12. fundur 31. janúar 2018 kl. 10:00 - 12:10 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS) formaður
  • Hrafnhildur Jóna Jónasdóttir
  • Sigríður Hjálmarsdóttir (SH) embættismaður
  • Unnur Birna Þórhallsdóttir (UBÞ)
Fundargerð ritaði: Sigríður Hjálmarsdóttir menningar- og markaðsfulltrúi
Dagskrá
Formaður setur fund og býður Unni Birnu Þórhallsdóttur velkomna í nefndina. Gengið er til dagskrár.

1.Styrkumsóknir til SSV

Málsnúmer 1801044Vakta málsnúmer

Menningar- og markaðsfulltrúi kynnir þær umsóknir sem sendar voru til Uppbyggingarsjóðs Vesturlands.

Varðandi fræðslu- og upplýsingaskilti þá kallar menningarnefnd eftir því að fá upplýsingar um stöðu verkefnisins í mars þar sem áætluð verklok eru um miðjan maí.

2.Ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðar 2018

Málsnúmer 1801045Vakta málsnúmer

Metþátttaka var í Ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðar árið 2017 en þá var þemað "veður".
Ræddar ýmsar hugmyndir að þema fyrir árið 2018 og var ákveðið að hafa það "fuglar og dýr".

3.Rökkurdagar 2018

Málsnúmer 1801046Vakta málsnúmer

Ákveðið að hinir árlegu Rökkurdagar verði haldnir í kringum tímabilið 10.-20. október.

4.Stefnumótun um menningarhús Grundarfjarðar

Málsnúmer 1801047Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn kallaði eftir stefnumótun menningarnefndar um framtíð og hlutverk menningarhúsa bæjarins. Menningarnefnd mun kynna sér málin nánar og gera tillögu að stefnu.

5.Sögumiðstöðin

Málsnúmer 1801048Vakta málsnúmer

Farið yfir samning Grundarfjarðarbæjar og Svansskála sem rekur Kaffi Emil í Sögumiðstöðinni. Nefndin vill að Sögumiðstöðin nýtist betur fyrir fólkið í bænum eins og verið hefur í gegnum tíðina og lagt var upp með í samningi. Endurskoða þarf samninginn og hyggst nefndin boða rekstraraðila á sinn fund til að fara yfir stöðu mála.
Fundargerð lesin yfir og samþykkt.

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundi slitið - kl. 12:10.