-
Bæjarráð - 508
Lagt fram til kynningar yfirlit yfir lausafjárstöðu.
-
Bæjarráð - 508
Lagt fram til kynningar yfirlit yfir greitt útsvar árið 2017, þar sem fram kemur að hækkun milli áranna 2016 og 2017 sé 2,5%, sem er mun lægra en áætlað hafði verið.
-
Bæjarráð - 508
Lögð fram beiðni Sýslumannsins á Vesturlandi frá 27. nóvember 2017, þar sem óskað er eftir afskriftum á fyrndum kröfum að fjárhæð 241.722 kr.
Bæjarráð samþykkir samhljóða afskrift ofangreindra krafna.
-
Bæjarráð - 508
Lögð fram verðtilboð í blástur og tengingar ljósleiðarastrengja í dreifbýli Grundarfjarðar. Tilboðin voru opnuð 12. janúar sl. Um var að ræða lokaða verðkönnun. Fjórum aðilum var boðið að vera með. Eftirfarandi þrjú tilboð bárust:
1. TRS ehf., Selfossi, 11.543.840 kr.
2. Rafal ehf., Hafnarfirði, 10.389.560 kr.
3. SH Leiðarinn ehf., Hveragerði, 11.000.000 kr.
Allar fjárhæðir eru með virðisaukaskatti.
Tilboðin hafa verið yfirfarin.
Bæjarráð samþykkir samhljóða að ganga til samninga við lægstbjóðanda.
-
Bæjarráð - 508
Lagt fram bréf bæjarins ásamt teikningum að fyrirhuguðum framkvæmdum við Grundargötu vegna framkvæmda sjávarmegin við götuna, ofan við hús nr. 4-28.
Jafnframt lögð fram þrjú bréf húseigenda sjávarmegin við Grundargötu þar sem þeir gera athugasemdir við fyrirhugaðar framkvæmdir og óska eftir því að fallið verði frá því að breikka gangstétt við götuna, þar sem bílastæðum mun fækka við þá framkvæmd.
Bæjarráð felur skipulags- og umhverfisnefnd að gera tillögur að úrlausn málsins m.t.t. sjónarmiða íbúa.
Samþykkt samhjóða.
-
Bæjarráð - 508
Lagt fram til kynningar bréf Skipulagsstofnunar frá 8. janúar sl. þar sem stofnunin heimilar að deiliskipulag á Sólvallareit verði auglýst í B-deild Stjórnartíðinda. Jafnframt lögð fram auglýsing sem birtist í B-deild Stjórnartíðinda 18. janúar sl.
Deiliskipulagsuppdráttur hefur verið undirritaður og sendur Skipulagsstofnun.
Bæjarráð lýsir yfir ánægju með framgang mála.
-
Bæjarráð - 508
Lagt fram bréf Minjastofnunar frá 17. janúar sl. varðandi umsögn stofnunarinnar um deiliskipulag á Sólvallareit. Í bréfinu kemur fram að engar minjar eru skráðar á umræddum skipulagsreit og gerir Minjastofnun engar athugasemdir við deiliskipulagið.
Stofnunin minnir samt á það að finnist fornminjar á svæðinu beri að tilkynna um það.
Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar.
Samþykkt samhljóða.
-
Bæjarráð - 508
Lagt fram bréf frá húseiganda að Nesvegi 13 frá 11. janúar sl. þar sem gerðar eru athugasemdir við deiliskipulag og fyrirhuguð byggingaráform að Sólvöllum 2.
Bæjarráð bendir á að deiliskipulagstillagan var auglýst og kallað eftir athugasemdum, en athugasemdafrestur rann út 19. desember 2017. Athugasemdir bárust því of seint, en leitast verður við að taka tillit til þeirra eins og kostur er. Erindinu vísað til kynningar í skipulags- og umhverfisnefnd.
Samþykkt samhjóða.
-
Bæjarráð - 508
Lagt fram bréf Grundarfjarðarbæjar til Brúar lífeyrissjóðs varðandi drög að samkomulagi um uppgjör iðgjaldagreiðslna sem bárust sveitarfélögum landins þann 4. janúar sl.
Kallað var eftir sundurliðun útreikninga á kröfunni og hafa þau gögn borist. Á grundvelli sundurliðunarinnar hefur verið farið yfir kröfuna og gerðar leiðréttingar. Miðað við það mun heildarkrafan lækka um rúmlega 400 þús. kr.
Bæjarráð leggur til að gengið verði frá uppgreiðslu kröfunnar.
Samþykkt samhljóða.
-
Bæjarráð - 508
Lagt fram til kynningar bréf Skipulagsstofnunar frá 11. janúar sl. varðandi lýsingu fyrir gerð deiliskipulags fyrir Kirkjufellsfoss. Í bréfinu kemur fram að Skipulagsstofnun hefur yfirfarið gögnin.
-
Bæjarráð - 508
Lagt fram bréf frá 17. janúar sl. þar sem óskað er eftir aukinni þjónustu við eldri borgara í Grundarfirði.
Slík þjónusta er annars vegar veitt af sveitarfélaginu í gegnum Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga (FSS) og hins vegar af ríkinu í gegnum Heilsugæslu Grundarfjarðar.
Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar hjá FSS, en óskar jafnframt eftir því að haldinn verði fundur með fulltrúum FSS, heilsugæslu og dvalarheimilins Fellaskjóls með áherslu á aukna samvinnu aðila um bætta þjónustu við aldraða í Grundarfirði.
Samþykkt samhljóða.
-
Bæjarráð - 508
Lagt fram bréf Íbúðalánasjóðs frá 18. janúar sl. varðandi leigusamning um Grundargötu 69 sem rennur út 28. febrúar nk.
Bæjarráð samþykkir samhljóða að leita eftir framlengingu á leigusamningnum.
1.13
1801031
Persónuvernd
Bæjarráð - 508
Lagt fram erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 16. janúar sl. varðandi innleiðingu á nýjum persónuverndarlögum.
Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar í skólanefnd og felur jafnframt skólastjórnendum leik-, grunn- og tónlistarskóla að kynna sér málið.
Bæjarráð telur mikilvægt að kallað sé eftir áliti sérfræðinga á því hvernig best sé staðið að persónuverndarmálum í sveitarfélaginu, til samræmis við ný lög.
Samþykkt samhljóða.
-
Bæjarráð - 508
Farið yfir gögn og afgreiðslur vegna umsagna á rekstrarleyfisumsóknum gistiheimila í Grundarfirði.
Bæjarráð áréttar fyrri ákvarðanir bæjarstjórnar um að ekki séu veittar jákvæðar umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir í íbúðabyggð, þar sem sú starfsemi samræmist ekki gildandi skipulagsáætlunum, né ákvæðum skipulagslaga nr. 123/2010 og -reglugerðar nr. 90/2013 sem og ákvæðum laga um mannvirki nr. 160/2010.
Bæjarráð bendir á að endurskoðun aðalskipulags sé í gangi, þar sem fyrirhugað er að leggja skýrar línur um fjölda gistirýma í íbúðabyggð í þéttbýli sveitarfélagsins. Þar til þeirri vinnu hefur verið lokið og aðalskipulag samþykkt verða ekki veittar jákvæðar umsagnir um ný rekstrarleyfi í samræmi við fyrri bókanir bæjarstjórnar. Áætlað er að endurskoðun aðalskipulags verði lokið fyrir lok kjörtímabilsins í lok maí nk.
Samþykkt samhljóða.
Bókun fundar
Til máls tóku EG, HK, JÓK, RG og BP.
Lagt til að bæjarstjóra verði falið að leita til Skipulagsstofnunar í því skyni að fá ráðgjöf um þá þætti málsins er varða skipulagslega þætti þess.
Samþykkt samhljóða.
-
Bæjarráð - 508
Lagt fram bréf Akraneskaupstaðar frá 16. janúar sl. varðandi samgöngur á Vesturlandi.
Bæjarráð tekur undir ályktun bæjarstjórnar Akraness, þar sem skorað er á samgönguyfirvöld um að bregðast nú þegar við ástandi Vesturlandsvegar á Kjalarnesi og að frekara fjármagn fáist til úrbóta vegna tvöföldunar vegakaflans. Á undanförnum árum hefur margsinnis verið vakin athygli á brýnni nauðsyn þess að framkvæmdum á Vesturlandsvegi verði hraðað umfram þær áætlanir sem birtast í langtímasamgönguáætlun.
Að öðru leyti er vísað til Samgönguáætlunar SSV.
Samþykkt samhljóða.
-
Bæjarráð - 508
Forseti sænska þingsins, ásamt fylgdarliði, mun sækja Grundarfjörð heim 2. febrúar nk.
-
Bæjarráð - 508
Fulltrúar Íbúðalánasjóðs munu koma til fundar við forsvarsmenn Grundarfjarðarbæjar 1. febrúar nk.
-
Bæjarráð - 508
Lagt fram til kynningar bréf Fjarðarbyggðar frá 22. janúar sl. þar sem staðfest er greiðsluþátttaka sveitarfélagsins vegna grunnskólanáms utan lögheimilissveitarfélags.