Málsnúmer 1801014

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 210. fundur - 11.01.2018

Lagt fram til kynningar minnisblað um nýsköpunarverkefni á Snæfellsnesi, þar sem greint er frá því að keyptir verði þrívíddarprentarar fyrir grunnskóla Grundarfjarðarbæjar, Snæfellsbæjar og Stykkishólmsbæjar og Fjölbrautaskóla Snæfellinga.

Bæjarstjórn Grundarfjarðar fagnar framtakinu.

Skólanefnd - 141. fundur - 06.03.2018

Lagt fram minnisblað frá samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi varðandi nýsköpunarverkefni á Snæfellsnesi. Þar er greint frá því að sérstakt fjármagn sem fæst út úr áhersluverkefni Sóknaráætlunar Vesturlands verður nýtt til eflingar á nýsköpun á Snæfellsnesi. Fjármagnið verður nýtt til kaupa á þrívíddarprenturum sem afhentir verða grunnskólunum í Grundarfirði, Snæfellsbæ og Stykkishólmi og einnig í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði. Gert er ráð fyrir að prentararnir verði afhentir nú á vormánuðum.
Áætlað er að heildarkostnaður sé um 3.000 þús. kr.
Skólanefnd fagnar þessu frábæra framtaki.