141. fundur 06. mars 2018 kl. 16:30 - 18:13 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Guðrún Jóna Jósepsdóttir (GJJ)
  • Sigríður Guðbjörg Arnardóttir (SGA)
  • Ásthildur E. Erlingsdóttir (ÁEE)
  • Ragnar Smári Guðmundsson (RSG)
Starfsmenn
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn Steinsson Bæjarstjóri
Dagskrá
Áheyrnarfulltrúar:
Málefni Grunnskólans Sigurður G. Guðjónsson og Eydís Lúðvíksdóttir, áheyrnarfulltrúi kennara.

Málefni Eldhamra Sigurður G. Guðjónsson.

Málefni Tónlistarskólans Sigurður G. Guðjónsson.

Málefni leikskólans Anna Rafnsdóttir leikskólastjóri, Kristín Tryggvadóttir, fulltrúi foreldra og Hallfríður Guðný Ragnarsdóttir, fulltrúi starfsmanna.

1.Málefni Grunnskóla Grundarfjarðar

Málsnúmer 1504024Vakta málsnúmer

Sigurður G. Guðjónsson sat fundinn ásamt áheyrnarfulltrúa kennara Eydísi Lúðvíksdóttur.
Skólastjóri gerði grein fyrir skýrslu sinni.
Annaskipti voru um miðjan janúar og síðasta valtímabilið hefst í vikunni 20.-24. feb. Nemendum hefur fjölgað síðan síðasti fundur var. Nemendur eru orðnir 91. Eftir áramót byrjuðu þrír nemendur frá Pakistan.
Einn starfsmaður er farinn í barnsburðarleyfi og annar fer í sumar.
Logi Geirsson kom í síðustu viku og fór yfir markmiðasetningu, forvarnir og fleira. Skólahreysti fer fram 21. apríl og mun Grunnskóli Grundarfjarðar senda lið að þessu sinni. Á fimmtudaginn kom Ingibjörg Inga og fór yfir jákvæða sálfræði og jákvæð samskipti á milli starfsmanna. Mikil ánægja var með þennan fund.
Hafin er vinna vegna nýrra persónuverndarlaga sem eiga að fara í gegnum Alþingi í vor. Nú stendur yfir innra mat skólans og verður notast við Skólapúlsinn eins og undanfarin ár.
Samræmd próf hefjast í þessari viku og undirbúningur árshátíðar er í fullum gangi en hún verður þann 22. apríl.
Vinna við skóladagatal næsta árs er hafin. Stjórnendur leik- og grunnskóla hafa fundað um dagatalið.
Lögð fram drög að samningi milli ábyrgðaraðila persónuupplýsinga og vinnsluaðila persónuupplýsinga, ásamt fylgigögnum.
Skólastjóri gerði grein fyrir samningsdrögunum.

2.Eldhamrar, 5 ára deild

Málsnúmer 1605043Vakta málsnúmer

Á Eldhömrum gengur allt sinn vanagang. Nemendur settu upp leikrit og buðu gestum. Þeir munu einnig taka þátt í árshátíð skólans og er undirbúningur leikrits hafinn.
Eftir áramót hafa nemendur verið að fara í heimilisfræði og stærðfræði ásamt því að heimsækja Tónlistarskólann.

3.Málefni Tónlistarskóla Grundarfjarðar

Málsnúmer 1504025Vakta málsnúmer

Í tónlistarskólanum gengur allt sinn vanagang. Undirbúningur vortónleika er að hefjast en þeir verða 16. maí í kirkjunni.
Í vor verða nokkur stigspróf á slagverk, málmblástur og í söng.
Nemendur eru 50 þar af eru 6 nemendur eldri en 16 ára.

4.Málefni Leikskólans Sólvalla

Málsnúmer 1504023Vakta málsnúmer

Anna Rafnsdóttir, leikskólastjóri, Hallfríður Guðný Ragnarsdóttir fulltrúi starfsmanna og Kristín Lilja Friðriksdóttir fulltrúi foreldra sátu fundinn undir þessum lið.
Leikskólastjóri fór yfir skýrslu leikskólans.
Leikskólinn fer í námsferð til Finnlands í september nk. Á leikskólanum eru 47 börn samtals á Músadeild, Drekadeild og Bangsadeild.
Á leikskólanum eru starfandi 20 starfsmenn í 17,38 stöðugildum. Nokkrir þeirra hafa verið að bæta við sig menntun og vill skólanefnd lýsa yfir ánægju með hækkandi menntunarstig starfsmanna á leikskólanum.
Leikskólastjóri fór vel yfir starfsemi skólans, sem almennt virðist ganga vel.
Í gangi er vinna við gerð skóladagatals fyrir næsta ár og vinna leikskóli og grunnskóli saman að því.

5.Þrívíddarprentarar

Málsnúmer 1801014Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi varðandi nýsköpunarverkefni á Snæfellsnesi. Þar er greint frá því að sérstakt fjármagn sem fæst út úr áhersluverkefni Sóknaráætlunar Vesturlands verður nýtt til eflingar á nýsköpun á Snæfellsnesi. Fjármagnið verður nýtt til kaupa á þrívíddarprenturum sem afhentir verða grunnskólunum í Grundarfirði, Snæfellsbæ og Stykkishólmi og einnig í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði. Gert er ráð fyrir að prentararnir verði afhentir nú á vormánuðum.
Áætlað er að heildarkostnaður sé um 3.000 þús. kr.
Skólanefnd fagnar þessu frábæra framtaki.

Fundi slitið - kl. 18:13.