Málsnúmer 1801023

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 508. fundur - 25.01.2018

Lagt fram bréf frá húseiganda að Nesvegi 13 frá 11. janúar sl. þar sem gerðar eru athugasemdir við deiliskipulag og fyrirhuguð byggingaráform að Sólvöllum 2.

Bæjarráð bendir á að deiliskipulagstillagan var auglýst og kallað eftir athugasemdum, en athugasemdafrestur rann út 19. desember 2017. Athugasemdir bárust því of seint, en leitast verður við að taka tillit til þeirra eins og kostur er. Erindinu vísað til kynningar í skipulags- og umhverfisnefnd.

Samþykkt samhjóða.

Bæjarstjórn - 215. fundur - 08.05.2018

Lagt fram bréf frá Landslögum, dags. 7. mars sl., fyrir hönd eiganda fasteignarinnar að Nesvegi 13, fn. 211-5224, varðandi deiliskipulag á Sólvallarreit.

Til máls tóku EG og ÞS.

Bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 515. fundur - 19.07.2018

Lagt fram bréf bæjarstjóra til Landslaga vegna Nesvegar 13 varðandi deiliskipulag á Sólvallarreit.

Bæjarstjóra falið að vinna áfram að úrlausn málsins.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 542. fundur - 30.01.2020

Lögð fram til kynningar gögn vegna málaloka v/Nesvegar 13 og deiliskipulags á Sólvallareit, sbr. fyrri bókanir um málið. Gerð var réttarsátt í málinu og er því lokið.