Málsnúmer 1801046

Vakta málsnúmer

Menningarnefnd - 12. fundur - 31.01.2018

Ákveðið að hinir árlegu Rökkurdagar verði haldnir í kringum tímabilið 10.-20. október.

Menningarnefnd - 17. fundur - 12.09.2018

Á 12. fundi menningarnefndar þann 1. febrúar sl. var ákveðið að hinir árlegu Rökkurdagar verði haldnir í kringum tímabilið 10. - 20. október.
Samþykkt að Rökkurdagar verði haldnir dagana 14.-20. október nk.
Rætt um fyrirkomulag. Nefndin leggur áherslu á að leitað verði eftir framlagi og frumkvæði frá íbúum og öðrum áhugasömum, og að skapa breidd í dagskrána.
Samþykkt að auglýst verði eftir verkefnisstjóra til að halda utan um ákveðna þætti í undirbúningi Rökkurdaga. Nefndin er reiðubúin að vera sterkt bakland fyrir verkefnisstjóra og taka þátt í mótun dagskrár.

Menningarnefnd - 18. fundur - 03.10.2018

Fyrir liggja drög að dagskrá menningarhátíðarinnar Rökkurdaga sem haldin verður 14.-20. okt.
Farið var yfir einstaka dagskrárliði í fyrirliggjandi drögum að dagskrá.
Einn einstaklingur er að skoða hvort hann sjái sér fært að halda utanum dagskrána.

Ragnhildur Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Svæðisgarðsins Snæfellsness kom á fundinn kl. 17.00 og ræddi um liði sem fallið geta inní dagskrá Rökkurdaga.
Barnamenningarhátíð mætti tengja inní dagskrána. Ragnhildur mun athuga með að fá stjörnufræðing til okkar sem hluta af dagskránni í samstarfi við grunnskólann og framhaldsskólann. Einnig rætt um örnefnagöngu og bæjargöngu, um útfærslur og umsjónarfólk.

Um annað, óskylt Rökkurdögum, var eftirfarandi rætt:
Strandmenningarhátíð: verður haldin 2019 og dreifast viðburðir um Snæfellsnes.
Söguskiltin: Svæðisgarðurinn tekur þátt í skiltaverkefni en unnið er að sameiginlegri stefnu á Snæfellsnesi um gerð og útlit skilta. Skiltin verða öll á íslensku og ensku og frönsku í Grundarfirði. Svæðisgarðsmerkið verður á öllum skiltum. Menningarnefnd þyrfti að skoða lokasamning um verkefnið, sem styrkt var af Uppbyggingarsjóði Vesturlands, og lýsingu á fyrsta áfanga verksins sem átti að vinnast í ár. Rætt um frágang áfangaskýrslu til sjóðsins, sem Ragnhildur er tilbúin að ganga frá að fengnum tilskildum gögnum.
Ragnhildur vék af fundi kl. 17.30 og var henni þökkuð koman.

Gestir

  • Ragnhildur Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Svæðisgarðsins Snæfellsness

Menningarnefnd - 19. fundur - 22.11.2018


Farið var yfir reynsluna af menningarhátíðinni Rökkurdögum 2018. Nefndin ræddi um lærdóm af hátíðinni í ár og hvaða veganesti ætti að hafa fyrir næstu hátíð/hátíðir.
Menningarnefnd vill færa þakkir öllum þeim sem lögðu til hátíðarinnar í ár fyrir sitt dýrmæta framlag.