Málsnúmer 1802015

Vakta málsnúmer

Menningarnefnd - 14. fundur - 13.04.2018

Fyrirtækið TSC í Grundarfirði hefur lýst áhuga á að styrkja Bæringsstofu um ákveðna hluti. Annars vegar að færa allt filmusafn Bærings yfir á stafrænt form og hins vegar að breyta útstillingum verka hans í Sögumiðstöðinni.
Menningarnefnd er afar jákvæð og þakklát fyrir styrk til yfirfærslu mynda Bærings yfir á rafrænt form. Það boð er þegið með þökkum.
Til að hægt verið að hefjast handa við verkið þarf að flytja eldvarða skápinn með myndum og filmum Bærings, sem allra fyrst, á stað þar sem auðvelt er að athafna sig og vinna með myndirnar.

Menningarnefnd - 20. fundur - 18.01.2019

Erindi lagt fram frá síðasta ári. Haft til hliðsjónar við afgreiðslu á lið nr. 1.
Bæjarstjóri er í sambandi við málsaðila.