20. fundur 18. janúar 2019 kl. 15:30 - 18:00 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Sigurrós Sandra Bergvinsdóttir (SSB) varaformaður
  • Eygló Bára Jónsdóttir (EBJ)
  • Sigurborg Knarran Ólafsdóttir (SKÓ)
  • Tómas Logi Hallgrímsson (TLH)
  • Ólöf Guðrún Guðmundsdóttir (ÓGG)
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir Bæjarstjóri
Dagskrá

1.Myndasafn Bærings Cecilssonar

Málsnúmer 1709030Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi nefndarinnar var rætt um að mikilvægt væri að ná utan um það hvað fælist í safni Bærings. Bæjarstjóri fól Sunnu Njálsdóttur, forstm. Bókasafns, að taka saman yfirlit um það efni sem safn Bærings inniheldur. Gögn frá Sunnu voru lögð fram á fundinum.
Nefndin fór yfir og ræddi um yfirlitið. Nefndin fagnar fram komnu yfirliti og þakkar fyrir það. Yfirlitið nýtist nefndinni og öðrum til að ná yfirsýn yfir efni Bæringssafnsins og við að greina brýnustu viðfangsefnin. Nefndin mun vinna með þetta áfram og nýta, til að ákveða næstu skref við að gera ljósmyndir Bærings aðgengilegar almenningi.

2.TSC býðst til að styrkja Bæringsstofu

Málsnúmer 1802015Vakta málsnúmer

Erindi lagt fram frá síðasta ári. Haft til hliðsjónar við afgreiðslu á lið nr. 1.
Bæjarstjóri er í sambandi við málsaðila.

3.Umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands 2019

Málsnúmer 1901016Vakta málsnúmer

Nefndin ræddi um möguleg verkefni sem hægt væri að sækja um í Uppbyggingarsjóð Vesturlands, sbr. einnig fyrri umræður á vettvangi nefndarinnar. Nefndin hefur haft samband við ýmsa aðila sem gætu nýtt sér að sækja um í sjóðinn.

Bæjarstjóri heldur utan um umsóknir frá menningarnefnd í sjóðinn.

4.Ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðar 2018

Málsnúmer 1801045Vakta málsnúmer

Á aðventudegi Kvenfélagsins þann 2. des. sl. voru afhent verðlaun fyrir bestu ljósmyndir í ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðar 2018. Fyrstu verðlaun hlaut Mateusz M., önnur og þriðju verðlaun hlaut Kristín Halla Haraldsdóttir.
Nefndin ræddi um reynslu af keppninni 2018 og að hverju þurfi að huga fyrir keppnina 2019.
- Ákveðið var á síðasta fundi að tímabil samkeppninnar væri 1. des. 2018 til 1. nóv. 2019.
- Þemað er "fegurð".
- Sömu skilmálar gildi og verið hefur, en áréttað verði að myndin sé tekin á umræddu tímabili og innan sveitarfélagsins.
- Nefndin mun skipa dómnefnd, sem kynnt verður snemma á árinu.
- Nauðsynlegt er að minna á keppnina reglulega yfir árið.
- 10 efstu myndirnar verða sýndar á aðventudeginum, þegar verðlaun verða veitt. Auk þess verði þær birtar á vef bæjarins.

5.Menningarnefnd - European volunteer in Paimpol

Málsnúmer 1812012Vakta málsnúmer

Erindi frá grunnskólanum í Paimpol um sjálfboðaliðastarf í Erasmus-verkefni sem skólinn tekur þátt í. Lagt fram til kynningar.

6.Sirkus Íslands ehf. - Samstarf

Málsnúmer 1901015Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Sirkus Íslands sem leitar samstarfs hjá bæjarfélögum um aðstöðu fyrir sirkusráðstefnu sem mögulega verði haldin á komandi hausti. Einkum er leitað eftir aðstoð við að finna svefn-og æfingaaðstöðu fyrir ráðstefnugesti.
Nefndin er tilbúin til samstarfs, en vill gjarnan frekari upplýsingar. Til skoðunar.

7.Hönnunar Mars 2019

Málsnúmer 1901017Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Hönnunarmiðstöðvar Íslands ehf. um Hönnunarmars, sem fram fer 28.-30. mars nk. Lokafrestur umsókna fyrir þátttöku í HönnunarMars er 25.janúar, en fyrra umsóknarferli lauk í nóvember. Nefndin hvetur hönnuði til að kynna sér möguleika á þátttöku, þá einkum með næsta ár í huga, og hvetur fólk til að mæta á viðburði Hönnunarmars.

Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og staðfest.

Fundi slitið - kl. 18:00.