Málsnúmer 1803006

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 212. fundur - 08.03.2018

Lögð fram gögn varðandi ný lög um persónuvernd og hvaða þýðingu þau hafa fyrir sveitarfélögin í landinu.

Til máls tóku EG, SÞ og ÞS.

Bæjarstjóra og skrifstofustjóra falið að vinna að kynningu þessara mála hjá Grundarfjarðarbæ og fá sérfræðing til þess að funda með forstöðumönnum, bæjarstjórn og nefndum bæjarins.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 515. fundur - 19.07.2018

Gerð grein fyrir nýrri löggjöf um persónuverndarmál, sem byggja á lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Jafnframt gerð grein fyrir því að sveitarfélögin á Snæfellsnesi hafa unnið að samkomulagi um ráðningu sameiginlegs persónuverndarfulltrúa fyrir Grundarfjarðarbæ, Stykkishólmsbæ, Snæfellsbæ, Helgafellssveit og Eyja- og Miklaholtshrepp. Sá sem ráðinn verður heitir Sigurður Már Eggertsson, lögfræðingur. Send hefur verið tilkynning um málið til Persónuverndar.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að gengið verið frá endanlegu samkomulagi í samvinnu við sveitarfélögin á Snæfellsnesi.

Jafnframt lögð fram drög að persónuverndarstefnu Grundarfjarðarbæjar.

Bæjarráð vísar drögunum til nýs persónuverndarfulltrúa til yfirferðar.

Samþykkt samhljóða.