Sótt er um byggingarleyfi fyrir byggingu frístundahús að Sólbakka.Skipulags- og umhverfisnefnd - 189Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum. Bókun fundarBæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
Grundargata 2-28. Breikkun og breyting gangstétta við Grundargötu.Lögð er fram ný útfærsla á framkvæmdinni.Skipulags- og umhverfisnefnd - 189 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framlagða tillöguteikningu frá vegagerðinni þar sem fram kemur að gangstétt er breikkuð í 1,8 metra. Miðlína götunnar færð þannig að bílastæði haldi sér austan götunnar. Vestan við götuna mun bílastæðum fækka.
Lækka þarf kantstein við Grundargötu 4 við niðurkeyrslu sunnan við hús. Gera þarf ráð fyrir innkeyrslu á bílskúr við Grundargötu 5.
Skipulags- og umhverfisnefnd áréttar að gert sé ráð fyrir bílastæðum innan lóðar. Byggingafulltrúa falið að kynna framkvæmdina.Bókun fundarAllir tóku til máls.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar, en leggur áherslu á að framkvæmdaáætlun sé kynnt fyrir íbúum beggja vegna götunnar sem allra fyrst.
Listamaðurinn Lúðvík Karlsson biður um leyfi til að fá að setja upp listaverk sín á völdum stöðum í bænum.Skipulags- og umhverfisnefnd - 189Skipulags- umhverfisnefnd tekur vel í erindið og felur skipulags- og byggingafulltrúa að vinna að framkvæmd verkefnisins í samráði við bæjarstjóra.Bókun fundarBæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar. Jafnframt fagnar bæjarstjórn framtaki listamannsins Lúðvíks Karlssonar.
Hamrahlíð 5: sótt er um leyfi til að klæða húsið Hamrahlíð 5 með bárustáli/timburSkipulags- og umhverfisnefnd - 189Skipulags- umhverfisnefnd tekur vel í erindið og felur skipulags- og byggingafulltrúa að veita framkvæmdaleyfiðBókun fundarBæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.