189. fundur 02. maí 2018 kl. 12:00 - 13:00 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Ólafur Tryggvason (ÓT) formaður
  • Vignir Smári Maríasson (VSM)
  • Helena María Jónsdóttir (HMJ)
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS)
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
  • Þorsteinn Birgisson (ÞB) skipulags- og byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Þorsteinn Birgisson skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá

1.Bygging frístundahús Sólbakka samkvæmt samþykktum teikningum 15.9.2009

Málsnúmer 1804058Vakta málsnúmer

Sótt er um byggingarleyfi fyrir byggingu frístundahús að Sólbakka.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.

2.Breikkun gangstétta við Grundargötu

Málsnúmer 1709016Vakta málsnúmer

Grundargata 2-28. Breikkun og breyting gangstétta við Grundargötu.Lögð er fram ný útfærsla á framkvæmdinni.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framlagða tillöguteikningu frá vegagerðinni þar sem fram kemur að gangstétt er breikkuð í 1,8 metra. Miðlína götunnar færð þannig að bílastæði haldi sér austan götunnar. Vestan við götuna mun bílastæðum fækka.

Lækka þarf kantstein við Grundargötu 4 við niðurkeyrslu sunnan við hús. Gera þarf ráð fyrir innkeyrslu á bílskúr við Grundargötu 5.

Skipulags- og umhverfisnefnd áréttar að gert sé ráð fyrir bílastæðum innan lóðar. Byggingafulltrúa falið að kynna framkvæmdina.

3.Steinskúlptúrar og önnur listaverk

Málsnúmer 1804013Vakta málsnúmer

Listamaðurinn Lúðvík Karlsson biður um leyfi til að fá að setja upp listaverk sín á völdum stöðum í bænum.
Skipulags- umhverfisnefnd tekur vel í erindið og felur skipulags- og byggingafulltrúa að vinna að framkvæmd verkefnisins í samráði við bæjarstjóra.

4.Hamrahlíð 5 Byggingarleyfi: Utanhúsklæðning húss

Málsnúmer 1804057Vakta málsnúmer

Hamrahlíð 5: sótt er um leyfi til að klæða húsið Hamrahlíð 5 með bárustáli/timbur
Skipulags- umhverfisnefnd tekur vel í erindið og felur skipulags- og byggingafulltrúa að veita framkvæmdaleyfið

Fundi slitið - kl. 13:00.