Málsnúmer 1804013

Vakta málsnúmer

Menningarnefnd - 14. fundur - 13.04.2018

Listamaðurinn Lúðvík Karlsson hefur lagt inn fyrirspurn um hvort hengja megi upp listaverk á girðingu við leikskólann um helgar og meðan skólinn er í sumarfríi. Einnig að fá að setja upp skúlptúra við sjóinn og fjölga steinskúlptúrum við bæinn. Auk þess hefur hann áhuga á að hressa upp á víkingasvæðið í miðbænum.
Menningarnefndin er jákvæð fyrir þessum hugmyndum Lúðvíks og felur menningar- og markaðsfulltrúa að setja sig í samband við skipulags- og byggingarnefnd varðandi framvindu málsins.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 189. fundur - 02.05.2018

Listamaðurinn Lúðvík Karlsson biður um leyfi til að fá að setja upp listaverk sín á völdum stöðum í bænum.
Skipulags- umhverfisnefnd tekur vel í erindið og felur skipulags- og byggingafulltrúa að vinna að framkvæmd verkefnisins í samráði við bæjarstjóra.