Lagður fram ársreikningur Grundarfjarðarbæjar fyrir árið 2017. Bæjarráð samþykkir ársreikninginn með áritun sinni og telst hann tilbúinn til endurskoðunar og afgreiðslu í bæjarstjórn.
Kristinn Kristófersson og Marinó Mortensen frá Deloitte sátu fundinn undir þessum lið. Þeir fóru yfir helstu tölur í ársreikningi 2017 við fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Allir tóku til máls.
Rekstrartekjur samstæðunnar voru 1.003,1 millj. kr., þar af voru 876,9 millj. kr. vegna A-hluta.
Rekstrarniðurstaða samkvæmt samanteknum ársreikningi A og B hluta var neikvæð um 12,2 millj. kr. en rekstarafkoma A hluta var neikvæð um 22,9 millj. kr.
Helsta ástæða fyrir taprekstri árið 2017 er vegna uppgjörs við Brú lífeyrissjóð að fjárhæð 180,6 millj. kr., en 49,1 millj. voru gjaldfærðar meðal launa og launatengdra gjalda á árinu 2017. Ef þessi gjaldfærsla hefði ekki átt sér stað hefði rekstrarniðurstaða ársins orðið jákvæð um 36,9 millj. kr.
Framlegðarhlutfall rekstrar af samanteknum ársreikningi var 7,09%.
Heildarskuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins voru 1.428,7 millj. kr. og skuldaviðmið 138,25% en var 140,47% árið áður.
Eigið fé sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum ársreikningi var 673,8 millj. kr. í árslok 2017 og eiginfjárhlutfall var 32,5% en var 31,3% árið áður.
Veltufé frá rekstri í samanteknum ársreikningi var 81,7 millj. kr. og handbært fé í árslok 9,9 millj. kr. en var 94,5 millj. kr. árið áður.
Samþykkt samhljóða að vísa ársreikningi 2017 til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Hólmgrímur Bjarnason og Kristinn Kristófersson frá Deloitte sátu fundinn undir þessum lið og kynntu ársreikning ársins 2017, sem tekinn er til síðari umræðu, endurskoðunarskýrslu og samanburð á ársreikningum sveitarfélaga á Snæfellsnesi fyrir árið 2017.
Allir tóku til máls.
Ársreikningur Grundarfjarðarbæjar fyrir árið 2017 samþykktur samhljóða og undirritaður.
Bæjarráð samþykkir ársreikninginn með áritun sinni og telst hann tilbúinn til endurskoðunar og afgreiðslu í bæjarstjórn.
Samþykkt samhljóða.