Málsnúmer 1804019

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 214. fundur - 12.04.2018

Lagður fram tölvupóstur frá Fjármálaráðuneytinu dags. 6. apríl sl. þar sem greint er frá því að ríkið hafi hug á að selja einbýlishús að Fossahlíð 3 í Grundarfirði og kaupa minna húsnæði í staðinn til afnota fyrir Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE). Húsið er 85% í eigu ríkisins og 15% í eigu sveitarfélagsins. Í erindinu er spurst fyrir um það hvort Grundarfjarðarbær hafi áhuga á að kaupa eignarhlut ríkisins í húsinu eða að selja sinn hlut samhliða sölu ríkisins.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn hefur ekki hug á því að kaupa hlut ríkisins í húsinu. Bæjarstjórn vill jafnframt leggja áherslu á að húsnæðið verði ekki selt fyrr en gengið verði frá kaupum á öðru húsnæði, fyrir lækni með fasta búsetu ásamt fjölskyldu.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 221. fundur - 18.10.2018

Lagt fram kauptilboð í eignina Fossahlíð 3, en Grundarfjarðarbær er eigandi 15% hlutar í eigninni á móti Ríkissjóði Íslands.

Til máls tóku JÓK, RG, UÞS, HK og SÞ.


Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tilboð fyrir sitt leyti.