Málsnúmer 1804045

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 512. fundur - 25.04.2018

Lögð fram fundargerð aðalfundar Snæfrosts hf. sem haldinn var 11. apríl sl. Í fundargerðinni kemur fram að fyrirtækið sé í verulegum rekstrarefiðleikum og nauðsynlegt sé að auka rekstrarfé þess. Jafnframt lagður fram ársreikningur Snæfrosts hf. fyrir árið 2017.

Stjórn fyrirtækisins leggur til að fyrirtækið sé auglýst til sölu og á sama tíma sé athugað með niðurfærslu á núverandi hlutafé og leitað til stærstu hluthafa með aukið hlutafé í reksturinn.

Bæjarráð samþykkir samhljóða tillögu stjórnar, en vísar málinu til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 215. fundur - 08.05.2018

Fundurinn var lokaður undir þessum lið.

Lögð fram samþykkt frá hluthafafundi Snæfrosts frá 11. apríl sl., þar sem lagt er til að Snæfrost verði sett á sölu jafnhliða öðrum aðgerðum.

Til máls tóku EG og ÞS.

Fundurinn var opnaður að nýju.

Bæjarráð - 513. fundur - 18.05.2018

Lagt fram til kynningar bréf dags. 15. maí sl., þar sem boðað er til hluthafafundar í Snæfrost h/f.