Málsnúmer 1804046

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 512. fundur - 25.04.2018

Farið yfir möguleika á leigu eða kaupum á húsnæði fyrir áhaldahús og slökkvilið, en veruleg þörf er á auknu rými fyrir starfsemina.

Bæjarstjóra falið að kanna frekar möguleika á leigu eða kaupum á umræddu húsnæði.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 215. fundur - 08.05.2018

Farið yfir húsnæðismál Áhaldahúss Grundarfjarðar, en mikil þörf er á auknu rými fyrir starfsemina. Á bæjarráðsfundi 25. apríl sl., var bæjarstjóra falið að kanna möguleika á leigu eða kaupum á húsnæði fyrir starfsemina.

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra varðandi málið, þar sem gerð er grein fyrir valkostum sem skoðaðir hafa verið í þessum efnum. Fýsilegast fyrir starfsemi áhaldahúss er talið húsnæði að Nesvegi 19. Gerð grein fyrir möguleikum á annars vegar kaupum á húsnæðinu og hins vegar leigu. Eignin er tveir eignarhlutar sem eru hvor um sig u.þ.b 180 fermetrar. Í upphafi væri nægjanlegt að fá afnot af öðrum eignarhlutanum, en æskilegt væri að hafa forleigu eða forkaupsrétt af hinum hlutanum.

Til máls tóku EG, ÞS, RG, EBB, HK, SGA og BGE.

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að gera kauptilboð í eignina.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 513. fundur - 18.05.2018

Lagt fram kauptilboð Grundarfjarðarbæjar í húseignina Nesvegur 19, matshluta 01 0102. Kaupverðið er 19,3 m.kr. Um er að ræða iðnaðarhús sem ætlað er undir starfsemi áhaldahúss.
Bæjarráð samþykkir tilboðið og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarstjórnar.