Mörg bæjarfélög hafa opnað bókhald sitt með birtingu tölulegra upplýsinga á gagnsærri hátt en áður. Markmiðið er að auka aðgengi bæjarbúa að fjárhagsupplýsingum og skýra út á einfaldan og aðgengilegan hátt hvernig fjármunum bæjarins er ráðstafað. Það er nokkuð misjafnt hversu langt er gengið í því og hvernig framsetningu er háttað. Bæjarstjórn stefnir að því að stíga skref í átt til opins bókhalds strax á næsta ári.
Til máls tóku JÓK og HK.
Bæjarstjóra og skrifstofustjóra falið að safna upplýsingum um framkvæmd opins bókhalds og kynna fyrir bæjarstjórn.
Til máls tóku JÓK og HK.
Bæjarstjóra og skrifstofustjóra falið að safna upplýsingum um framkvæmd opins bókhalds og kynna fyrir bæjarstjórn.
Samþykkt samhljóða.