Málsnúmer 1806021

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 218. fundur - 21.06.2018

Mörg bæjarfélög hafa opnað bókhald sitt með birtingu tölulegra upplýsinga á gagnsærri hátt en áður. Markmiðið er að auka aðgengi bæjarbúa að fjárhagsupplýsingum og skýra út á einfaldan og aðgengilegan hátt hvernig fjármunum bæjarins er ráðstafað. Það er nokkuð misjafnt hversu langt er gengið í því og hvernig framsetningu er háttað. Bæjarstjórn stefnir að því að stíga skref í átt til opins bókhalds strax á næsta ári.

Til máls tóku JÓK og HK.

Bæjarstjóra og skrifstofustjóra falið að safna upplýsingum um framkvæmd opins bókhalds og kynna fyrir bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 224. fundur - 10.01.2019

Lokaður dagskrárliður - Upplýsingaöflun.

Jónas Gestur Jónasson frá Deloitte sat fundinn undir þessum lið.

Jónas kynnti ýmsar leiðir til opins bókhalds og mismunandi dæmi frá sveitarfélögum.

Allir tóku til máls.